ég er með smá vandamál sem er orðið soldið pirrandi.

það er að kærastinn minn sem ég er búinn að vera með í 7. mánuði er alltaf að koma með afsakanir um að hann geti ekki komist þegar við ætlum að hittast eða þá kemur hann ekkert og lætur mig ekki vita af því. Ég hef talað um þetta við hann og hann segist alltaf ætla að hætta að seigjast ætla að koma og mæta svo ekki, en hann gerir það ekki. þetta er orðið soldið pirrandi. ég veit ekki hvað ég á að gera.

ætti ég að hafa einhverjar áhyggjur af þessu eða ekki?

hvaða komment sem er eru vel þeginn!