Ég hætti með kærustunni minni núna fyrir um 6 mánuðum eða öllu heldur hætti hún með mér alveg upp úr þurru og sagðist ekki finna sig í heiminum og að henni fyndist að hún hafði ekkert til að gefa frá sér, og að ef að við hefðum kynnst á einhverjum öðrum tímapunkti þá hefði sambandið alveg fallið í góðan jarðveg, við eigum fullt sameginlegt og erum sammála um alla málstaði og hvað er að í heiminum til að taka dæmi. Og málið er að ég er ekki ennþá búinn að jafna mig á henni, spurningin mín er bara sú og beini þessu til ykkar stelpur. Eru svona svör bara bull til þess að hlífa manni við áhugaleysi eða á að taka svona sem gott og gillt?