Núna svara ég bara fyrir mig. Mér finnst ekkert verra að skrifa það, skilja miða eftir sem hinn aðilinn les eða eitthvað svipað. Þess vegna að skrifa það í gegnum msn(mind það er mun ópersónulegra svo mér finnst það mun verri kostur) en það að skrifa það hérna á 2 mínútna fresti gerir það frekar fake, þó ég tali nú ekki um að minnast á að þau eigi kærasta/u í öðru hverju orði annarstaðar á huga.
Ég hef aldrei verið ástfanginn, en ég umgengst nokkur pör(eldri sem og á sama aldri) og ég get skynjað vel að þau eru ástfanginn. Maður sér það í hegðuninni, augnaráðinu, tillitseminni og öllu öðru í kringum sambandið þeirra. Funny enough hef ég samt aldrei heyrt þau æpa ‘ÉG ELSKA ÞIG ÁSTIN MÍN!!!!!’. Þar sem þessi tvö gera ekkert annað heldur en að æpa þetta virkar samband þeirra mjög ‘fake’.
Ég er ekki að segja að það sé eitthvað að því að skrifa hérna á huga eitthvað um elskuna sína, ef maður skoðar í gegnum /romantik getur maður séð mikið af svoleiðis fólki. Aftur á móti einfaldlega fjöldinn sem þessi tvö gera vekur upp þessar spurningar.