Breska rokksveitin Whitesnake er væntanleg hingað til lands, en hún kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll hinn 10. júní í sumar. Whitesnake var ein af stærstu glysrokksveitum heims á níunda áratug síðustu aldar en lítið bar á henni á tíunda áratugnum. Hún var hins vegar endurvakin árið 2002 og hefur starfað síðan. Forsprakki Whitesnake er söngvarinn David Coverdale sem áður var í hljómsveitinni Deep Purple.
http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1306420
Þvílík snilld! Hverjir ætla?