Ef þið nennið ekki að lesa þetta eru allir aðalpunktar í þessari grein neðst.

Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn mjög leiður á því að koma hérna á Rokk, eða bara einhversstaðar á Tónlist, og finna ekkert nema þvílík rifrildi og skítkast milli einhverra aðila. Lítið á umræðuna um úrslitakvöld Músíktilrauna. Þú varst ekki maður með mönnum nema að þér þætti Búdrýgindi vera ömurleg hljómsveit og að Árni Matt væri fífl. Ef þú lítur á korkanna eru mörg svör einhvern veginn svona: “Nei, ÞÚ ert fífl og hljómsveitin sem þú fílar er ömurleg”. Í nýlegri grein um Chocko rokkara (sem virðist bara vera til að sýna hvað greinarhöfundur er kúl) er eitt svarið svona: “FARIÐI ALLIR Í RASSGAT!”. Þetta gengur ekki. Leikskólahúmorinn má alveg fara.

Þess vegna legg ég til að í staðinn fyrir að við þurfum að vaða í gegnum endalausar hindranir úr gæðadrullu til þess að geta tjáð okkur um eitthvað sem skiptir okkur máli munu stjórnendurnir eyða öllum svörum sem eru aðeins til þess að lækka sjálfsálit annara. Þá þurfum við ekki að lesa hvað viðkomandi er rosa “underground”, kúl eða að hann hafi þroskastig á við leiksólakrakka.

Einnig væri mjög gott ef stjórnendur myndu lesa greinarnar sem þeir eru að samþykkja, ég orðinn mjög leiður á sex lína greinum og einhverju rusli sem á að sýna öllum hvað viðkomandi er rosa flottur og kúl.

Við getum örugglega breytt ástandinu hérna, ég er ekki að segja að við eigum alltaf að vera sammála þeim sem skrifaði greinina, heldur að koma með uppbyggilega gagnrýni. Ef þú getur það ekki þá getur þú líka sýnt vanvirðingu þína á efninu með því að segja ekki neitt. Ef við sýnum öðrum hér almenna virðingu og reynum ekki að gera lítið úr þeim fyrir litlar sem engar sakir, þá verður þetta miklu betri staður fyrir vikið.

Jæja, svona “to sum it up”:

#1. Barnaskapur getur ekki gengið hérna lengur.

#2. Stjórnendur mættu byrja að eyða óviðeigandi svörum.

#3. Stjórnendur mega alveg ekki samþykkja greinar um ekkert.

#4. Sýnum öðrum á Huga almenna virðingu.
Drink mate! Get the noise!