Jæja, þá er komið af því - Músíktilraunir 2002, hvaða hljómsveit nær að slá í gegn þetta árið?
Músíktilraunir tónabæjar eru orðinn fastur viðburður í íslensku tónlistarlífi og hafa margar hljómsveitir komist á spjald íslandssögunnar vegna þeirra og má þar helst nefna maus, botnleðju, rottweiler og nú seinast andlát (þótt svo að maður hefur ekki heyrt mikið í þeim, ég verð líka að viðurkenna að ég get ekki hlustað á þá).
Þá hafa nokkrar hljómsveitir eins og Sign og Noise komist áfram, þrátt fyrir að hafa ekki nælt í 1. sætið. Einnig má nefna Skítamóral sem tók einu sinni þátt og komst í úrslit en ekki lengra.
Dagskráin er svo hljóðandi:
1.tilraunakvöld er fim. 07.mars
2.tilraunakvöld er fim. 14.mars
3.tilraunakvöld er fös. 15.mars
4.tilraunakvöld er fim. 21.mars - Utanbæjarkvöld
Úrslitakvöldið er síðan fös. 22.mars og verður haldið í Íþróttahúsinu Fram við hliðina á Tónabæ.
Til þess að hljómsveit geti tekið þátt þarf hún að senda inn eftirfarandi fyrir 1 mars:
- Spólu með sýnishorni (þarf ekki að vera vönduð)
- merkta mynd af hljómsveitinni / meðlimum
- 5.000 kr
Þannig að nú fer hver að vera seinastur. Hljómsveitin þarf að hafa 2 frumsamin lög á spólu en 3 í keppni, þó má heildartímin ekki vera meira en 15 min.
Skilyrði fyrir því að hljómsveit megi taka þátt er að hljómsveitin má ekki hafa gefið út efni. þ.e.a.s lag á disk, spólu, plötu, eða sett í spilun, þ.e.a.s markaðsett fyrir almenning. Þá meiga ekki vera fleiri en 2 meðlimir í hljómsveitinni sem hafa gefið út efni með annari hljómsveit.
Það er greinilega til mikils að hlakka og ég vildi nú bara tékka á hvernig fílingurinn væri?, hvort fólk ætlaði ekki að mæta?, og hvort fólk vissi hvaða hljómsveitir væru að fara keppa þetta árið?