Já, hérna koma nokkur af mörgum uppáhalds lögunum mínum

Everlast - What it's Like

Þetta lag byrjaði ég fyrst að hlusta á þegar pottþétt 14 kom út en það var held ég fyrir 2000, hef elskað það síðan =)

[Youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rkIap34OyGM



Thom Yorke - The Clock (Acoustice) Live

Þetta er alveg frábært lag af disknum The Eraser sem Thom (söngvari Radiohead fyrir þá sem ekki vita) gerir ennþá betra með því að spila það Acoustic! (var svo heppinn að það var einhver Breti sem að recordaði þetta fyrir sjálfan sig og sendi mér síðan :D Þetta er nefnilega ekki til á neinum diska né neitt þannig)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=4L-xPDgDZA8



TOOL - Schism

Þetta lag hlustaði ég á í ALLT sumar. Þegar ég var ekki með Mp3 spilara þá raulaði ég þetta daginn inn og daginn út. Frábært lag og brilliant video líka! (örlítill bútur úr byrjunini í þessu video er úr lagi sem heitir Mantra en það er á sama disk)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=n4K6HBIStS0


U.N.K.L.E.(feat. Thom Yorke) - Rabbit in your Headlights

Þetta lag heyrði og sá ég bara óvart á Youtube þegar ég var að skoða lög sem Thom Yorke átti hlut í.
Videoið er alveg frábært við þetta lag en það er ekki nærðumþví jafn gott að hlusta á upptöku af laginu og er að hlusta á Videoið, vantar nefnilega röddina á gaurnum í Videoið ;)

[Youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SHaVON5OjlA

Depeche Mode - Suffer Well

Þetta lag er alveg snildin ein, eins og öll önnur lög á Playing the Angel disknum. Videoið er líka mjög gott =)

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=GSXZku7BBg0

Foo Fighters - Best of You

Þetta lag inniheldur einn flottasta texta sem ég hef heyrt! Þegar maður fer að virkilega spá í honum þá verður lagið allt öðruvísi. Flest öll lög frá Foo Fighters eru náttúrulega meistarastykki

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Pd_p1A7WVNs


dEUS - 7 days 7 weeks

Persónuelga þá tel ég þetta vera það besta sem komið hefur frá Belgíu. Tónleikarnir sem þeir héldu á Nasa voru án efa bestu tónleikar sem ég hef farið á! (ég fór á KoRn, White Stripes, Metallica, Bloodhound gang '06 og margt margt fleirra) Mæli með að allir sem eru að fíla þetta lag að kíkja á plötuna Pocket Revolution en hún er algjört meistarastykki!

[googlevideo]http://video.google.com/videoplay?docid=3637916767409396617&q=deus+-+7+days+7+weeks


Jæja, ég þakka fyrir mig.


p.s. tek fram að ég er ekki með lesblindu né neitt þannig, stafsetning er bara ekki mitt sterkasta fag ;)