Alter Bridge er hljómsveit stofnuð í byrjun 2004 úr endalokum hljómsveitarinnar Creed sem hefur selt yfir 30 milljónir eintaka af 3 geisladiskum sínum. En þrír meðlimir Alter Bridge voru í Creed, en samt á Alter Bridge ekki skán skylt við Creed og myndast oft fordómar útaf því að þrír meðlimir AB voru í Creed.
Hljómsveitin samanstendum af Myles Kennedy sem syngur og á það til að grípa í gítarinn á tónleikum, Mark Tremonti gítarleikara, Brian Marshall bassaleikara og Scott Phillips trommuleikara.
Nafnið Alter Bridge kemur frá Mark Tremonti og er Alter Bridge brú sem skipti heimabænum hans í Detroit en þegar hann var lítill var honum bannað að fara yfir brúna svo hinum megin við brúna var allt ókunnugt. Nafnið lýsir hljómsveitinni mjög vel því þar sem það finnst meiri “jam” fílingur í tónlistinni þeirra og þar eru Mark Tremonti og Myles Kennedy að semja músík sem þeir hlusta á og eru alls ekki að reyna að vera hliðhollir skíta útgáfufyrirtækjum þó að músíkin sé oft kölluð “hnakkarokk”.
Fyrsta útgáfa Alter Bridge heitir One Day Remains og er að mínu mati troðfull af rokksmellum og hafa tvö lög af þessum disk heyrst í sjónvarpi en útvarpsspilun á þeim er mjög dræm, lögin heitia Open Your Eyes og Broken Wings.
1. Find The Real (4:43)
Lagið er mjög öflugt byrjunar lag og byrjar af geisilegum krafti, ekki skemmir fyrir þegar rödd Myles byrjar að óma. Lagið er troðið af ‘gítar-licks’ af meistara Tremonti en hann er búinn greinilega búinn að taka sig á síðan á dögum Creed, sama má segja með Scott Phillips trommuleikara.
Lagið er gríðarlega gott byrjunarlag eins og ég tók fram áðan og hendir disknum af stað. Þetta lag var gefið út sem singull í BNA en aldrei var gert neitt myndband.
Ekki skemmir fyrir dúndurflott gítarsóló frá Tremonti.
Einnig verður að vekja athygli á Myles í þessu lagi þar sem hann fer hamförum og heldur tóni í um 25 sek þar sem hann gerir ekkert nema að fara hærra á tónstiganum.
Ég hef séð hann gera þetta á tónleikum og það tekst einnig þar 100%, þannig þetta er ekki neitt studíó skítamix.
2. One Day Remains (4:05)
Byrjar á trommuslátt og fer svo út í mjög hraðan og flottan gítarleik Tremonti.
Lagið er mjög hratt og mér skilst að það eigi að vera næsta smáskífa þeirra.
Textinn talar um það hvað það eru til bjartar hliðar á lífinu þegar allt er beygt og brotið, þessi góða klisja.
Frekar grípandi viðlag í þessu lagi og margt sem heillar mann, kannski tala ég ekki alveg hlutleysislega enda er ég að fýla þessa hljómsveit í tætlur.
Fínt lag, en slappt miðað við gæði hinna lagana.
3. Open Your Eyes (4:58)
Fyrsti singull plötunnar og það lag sem vakti mína athygli á þessari sveit. Frábært og fjölskylduvænt lag. Lagið fjallar um vantraust og allan þann pakka.
Annars finnst mér þetta vera lagið sem er hvað mest ‘save’ á þessari plötu enda tel ég það bara vera ‘popsmell’.
Viðlagið er það besta við þetta lag en mér finnst líka uppbyggingin í gítarsólóið alveg kyngimögnuð. Reyndar verður trommuleikurinn mjög klisjulegur þegar líður inn í lagið.
4. Burn It Down (6:11)
Jæja, eftir 3 öflug lög þá var komið að rólegheitum. En lagið byrjar á gítarplokki og hljómahring. Lagið fjallar um manneskju sem er komin í ræsið gjörsamlega.
Lagið er grípandi, en það mætti halda að Tremonti dragi grípandi lög út úr sínum óæðri. Söngur Kennedy er alveg hreint út magnaður.
Viðlagið er gott en maður heyrir ekki neitt nýtt í trommuleiknum hérna.
Einnig er alveg magnað að ég leyfi mér að fullyrða að Myles sé einn besti rokksöngvari nú í dag.
Lagið tekur samt þessa stefnu að verða venjulegt rokklagt þegar það byrjaði í rólegheitunum, byggðist þvílíkt flott upp.
Gítarsóló Tremonti er líka alveg kyngimagnað.
5. Metalingus (4:20)
Núna er komið að mínu uppáhaldslagið á þessari plötu, Metalingus, trommuleikurinn er númer eitt í þessu og er hann mjög öflugur og sannar Scott Phillips sig fyrir mér fyrir að vera ekki jafn einhæfur og hann var þegar hann spilaði með Creed.
Einnig skemmir ekki fyrir geysilega þungt gítarriff. Bassalínan er líka geðveik.
Lagið er hratt og þungt og eftir viðlag nr.2 kemur þvílíkur millikafli.
Í þessum millikafla þenur Myles gjörsamlega raddböndin og ‘trommufyllingin’ yfir í viðlag er alveg sjúklega flott. Aftur tekur við þessi þyngri millikafli sem endar útí metalnauðgun.
Mjög gott lag.
6. Broken Wings (5:06)
Annar Evrópu-singull en það hljóta eitthverjir að hafa heyrt þetta lag.
Lagið byrjar á rosalega yfirveguðu gítarplokki og byrjar í rólegum söng.
Svo kemur þetta kraftmikla viðlag en ekki heyrir maður neitt nýtt og fer það að verða leiðigjarn trommuleikur. Þetta lag er samt þvílíkt grípandi og þegar maður horfir á myndbandið er maður bara dolfallinn. Miðjukaflinn finnst mér vera bestur í þessu lagi.
Lagið tekur samt nokkrum breytingum í endann í viðlaginu og fer svo aftur út í rólega introið og fjarar út.
7. In Loving Memory (5:40)
Þetta er annað rólega lagið á disknum lag og texti samið af Mark Tremonti.
En hérna fjallar hann um móður sína sem dó. Hann hefur sagt það að hann hefði ekki viljað hafa það rafmagnað á plötunni eins og það er heldur hafa það ‘acoustic’ eins og þeir taka það á tónleikum.
Myles Kennedy fær þetta erfiða hlutverk að syngja um það sem öllum þykir vænst um innst inni, mömmu. Myles nær að mínu mati að koma tjáningu Tremonti fullkomlega til skila. Þetta lag byggist eins og Broken Wings, trommur koma inn og svo kemur öflugt viðlag þar sem tilfinningarnar skína í gegn. Millikaflinn er líka alveg magnaður og bassalínan tekur völdin. Síðan kemur þessi ‘set back’ kafli sem byggist svo upp í annað viðlag, heyrir maður þá fiðlur og annað komið inn í lagið til að byggja upp meiri stemningu.
Skringilegt að hafa ekki heyrt sóló frá Tremonti tileinkað mömmu sinni.
8. Down To My Last (4:46)
Byrjar af þvílíkum krafti eftir rólega lagið og finnst mér viðlagið eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef heyrt. Ótrúlegt raddsvið Myles Kennedy tekur völdin í viðlaginu. Ef ég hef lesið textann rétt þá held ég að þetta sé um stelpu (ekkert nýtt).
Sóló Mark er flott eins og vanalega, leiðir það út í ‘rólega-uppbyggingar-kaflann’.
Þar sem Myles fer hamförum og trommuleikur er flottur.
Lagið er virkilega flott, gæti verið singull.
9. Watch Your Words (5:25)
Nú er komið að þessu þunga lagi en það fjallar um fólk sem ætti að passa sig á hvað það segir því að það getur oft komið þeim í koll seinna. Svo kemur þessi uppbygging fyrir viðleg sem er gífurlega flott og fer í þetta flotta viðlag sem skiptir á því að vera létt og þungt.
Einnig finnst mér ‘artificial harmonicsin’ hjá Tremonti þvílíkt flott og á hárréttum stöðum. Millikafli lagsins er viðbjóðslega töff og trommuleikurinn þvílíkt þéttur. Bassinn kemur svo vel inn í viðlagi eftir millikafla og tekur þá við uppbygging aftur í annað viðlag. Millikaflinn kemur svo aftur inn til að ljúka þessu lagi.
Eitt af betri lögunum á þessari plötu.
10. Shed My Skin (5:08)
Lagið byrjar rólega og syngur hann eitt vers eftir það mjakast það af stað og trommuleikur kemur inn og svo kemur þetta flotta og grípandi viðlag.
Textinn fjallar um mann sem leitar og leitar af því að komast af botninum en hann kemst bara ekki því hann veit ekki af hverju hann er að leita.
Hann er ss. týndur.
Þetta er örugglega geðveikt tónleika lag, því það byggir upp svo mikla stemningu í manni. Ég veit nú eiginlega ekki hvað hægt er að segja en þetta lag er bara svo gríðarlega gott og grípandi.
Endakaflinn er líka gríðarlega flottur þar sem þeir allir syngja saman og svo syngur Myles yfir það brot úr viðlaginu og er það geðveikt flott og ‘frelsandi’.
Lagið ‘feidar’ svo út.
11. The End Is Here (4:57)
Lagið minnir mig eitthvernvegin á ‘Home’ með Dream Theater og fáum við að heyra sterkleg áhrif frá gítarleikara Dream Theater í enda þessa lags (sbr. Wah-pedal nauðgi).
Lagið er frekar dimmt og þungt. Viðlagið er mjög flott og þungt. Millikaflinn kemur sterkur inn og heyrum við leiðara á gítarnum yfir í þetta þunga ‘wah-pedal-nauðgi’.
Þvílíkur millikaflinn, þyngdin er svo gríðarleg. Aftur kemur þetta grípandi viðlag eftir þennan flotta millikafla og allur hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar.Enn og aftur kemur þessi grípandi millikafli til að ljúka laginu og þar með fjara út lokatónar þessa disks.
——————————————
Diskurinn er í heild mjög góður, sérstaklega þar ég get hlustað á hann endalaust aftur og aftur.
Mögnuð rokkafurð, skyldueign í safnið.
Eina það sem dregur hann niður er þessi klisja sem verður til í lögunum þeirra.
9/10