Ég ætla að skrifa um fyrsta disk skosku rokkhljómsveitarinnar Franz Ferdinand sem ber sama nafn en ég ætla að byrja að á skrifa smá um bandið.
Skoska rokkhljómsveitin Franz Ferdinand var stofnuð í enda ársins 2001 í Glasgow, Skotlandi. Meðlimir sveitarinnar eru Alexander Kapranos (söngur og gítar), Nicholas McCarthy (gítar og bakraddir), Robert Hardy (bassi) og Paul Thomson á trommur. Fyrstu tónleikarnir þeirra voru í raun skólaverkefni um að fá stelpur til að dansa. Þeir tónleikar voru haldnir í herbergi á heimavist og 80 manns fylgdust með og flestir dönsuðu. Þeir héldu áfram að semja lög og spila á tónleikum og fóru að spila í Englandi eftir að Englendingar voru byrjaðir að gera sér leið yfir landamærin til að sjá þá spila. Þeir fóru til London og þar fengu þeir mörg tilboð um plötusamninga en á endanum náðu þeir að semja við Laurence Bell sem á Domino plötufyrirtækið og í ár gáfu þeir svo út plötuna Franz Ferdinand og hafa verið að túra um Evrópu og spila meðal annars í Kaplakrika í Hafnarfirði 18. desember. Platan fékk mjög góðar viðtökur og myndböndin við lögin Take me Out og Dark of the Matinee hafa verið mikið í spilun á tónlistarstöðvum um alla Evrópu.
Þá er komið að plötunni sjálfri..! Ég hef ekki enn getað fjárfest í henni vegna þess að hún hefur ekki enn komið í Egilsstaði eða er uppseld eða eitthvað :( en ég er búinn að downloada henni og mér þykir hún alger snilld. Allir að kaupa þetta meistaraverk..! Ég ætla pottþétt að mæta í Kaplakrika þegar þeir koma. 18. desember gott fólk..!
1. Jacqueline (Better on Holiday) - Byrjar mjög rólega og er mjög flott bara og svo eftir um það bil 40 sek. kemur mjög flottur bassi inn og lagið verður hraðara og svo er þetta bara snilld restina af laginu. Geggjað lag!
***1/2 af ***** :)
2. Tell her Tonight - Flottur gítarhljómurinn þarna í byrjun og já bara flott lag. Minnir mig á Bítlana. Fæ Bítlafíling þegar ég hlusta á þetta lag. Mjög skemmtilegt lag.
*** af *****
3. Take me Out - Flott byrjunin þarna og ég elska þetta lag hreinlega. Flottur taktur og gítarinn alger snilld. Æðislegt lag.
**** af *****
4. Dark of The Matinee - Besta lag plötunnar án efa. Viðlagið er snilld og bara allt frábært við þetta lag. Find me and follow me.. :D
***** af *****
5. Auf Achse - Geggjað róleg byrjun og flott og svo verður það hraðara og flottara og söngurinn byrjar og textinn fjallar um stelpu/konu sem maður getur ekki fengið. Eitt af betri lögum plötunnar.
****1/2 af *****
6. Cheating on You - Magnað lag og gítarsándið er of flott. Alltof flott. Söngurinn er líka mjög flottur og bara magnað lag.
**** af *****
7. This Fire - Ágætis lag svosem.. EN það er eitthvað við það sem pirrar mig. Samt flott.. fatta ekki hvað pirrar mig.. :/
*** af *****
8. Darts of Pleasure - Byrjar með bara trommu og svo kemur bassinn inní og svo verður þetta mjög flott lag. Eitt af betri lögunum á disknum.
**** af *****
9. Michael - Flott lag og gítarinn í byrjun er bara geggjað flottur sko. Svo söngurinn.. bara heavenly eins og Alexander orðar það sjálfur.
***1/2 af *****
10. Come on Home - Fínasta lag, flottur fílíngur og bara stuðið er gífurlegt. Svo kemur rólegur kafli sem að er geggjaður og þetta lag er bara frábært.
***1/2 af *****
11. 40 ft. - Byrjar mjög skemmtilega og textinn er flottur og söngurinn góður og bara gott lag og mjög góður endir á þessa plötu því að fleiri eru lögin ekki.
*** af *****
Jæja þá er þessi stutta umsögn búin og ég vona að þið mætið öll í Kaplakrika 18. desember!!