The All-American Rejects http://www.allamericanrejects.com
Popp rock eins og það gerist best. Lögin eru grípandi og ættu ekki að fara framhjá neinum að þeir eru búnir að vera vinsælir hér á landi. Þeir hafa bætt sig mikið yfir árin og verða betri og betri. Mæli með lögunum “Move Along”, “Swing, Swing” og “My Paper Heart”.
Busted http://www.busted.com
Þó að hún sé hætt þá er hún oft spiluð hjá mér. James, Matt og Charlie hafa búið til hljómsveit sem hefur verið fyrirmynd margra aðra. Svo sem McFly, Noise Next Door og Freefaller. Engum nema McFly hefur þó tekist að ná vinsældum eins og Busted. Þó að margir eru á móti þeim því að þeir eru einfaldlega strákar sem spila popp tónlist létu þeir ekki bugast, þeir heldu áfram og endaði með því að þeir fóru til Bandaríkjana og fengu sinn eigin raunveruleikaþátt. Ekki voru þeir lengi þar þegar allt í einu kom orðrómur að hljómsveitin æltaði að hætta. Þeir neituðu öllu fyrst en eins og margir vita núna eru þeir hættir. James stofnaði Son Of Dork, Matt er sóló og Charlie er komin með rokk hljómsveit sem ber nafnið Fightstar. Ég mæli með öllum þeirra lögum en helst “She Wants To Be Me”, “3am” og “Who’s David?”
The Click Five http://www.theclickfive.com
Alveg ótrúleg hljómsveit. Lík The All-American Rejects. Þeir eru frá Bandaríkjunum og fengu tækifæri á að hita upp fyrir McFly á tónleikaferð þeirra um Bretland og þáðu það. Munu þeir spila fyrir þá allstaðar nema á Newcastle. Margir kannast best við lagið “Just The Girl” en það var vinsælt hér.
Hellogoodbye http://www.myspace.com/hellogoodbye
Góð hljómsveit sem ég fann þegar ég var að skoða ‘youtube’. Uppáhaldslagið mitt er “Dear Jamie… Sincerely me” Ný plata frá þeim er komin út. Mæli með henni, hún heitir “Zombies! Aliens! Vampires! Dinosaurs!”. Munu vera með tónleikaferð í Október með öðrum hljómsveitum. Væri meira en til í að fara.
The Academy http://www.myspace.com/theacademy
Veit ekkert mikið um þessa stráka nema það að ég er að fíla lögin þeirra. Þeir sendu mér skilaboð um að verða vinur þeirra á Myspace þar sem þeir sáu að mér líkaði við McFly. Þetta er hljómsveit sem er ekki hjá neinu plötufyrirtæki en er samt orðin frekar vinsæl. Áðan nefndi ég það að The Click Five myndu ekki vera með McFly á Newcastle tónleikunum en McFly höfðu þá keppni um hver gæti spilað á þeim. Það endaði með að The Academy vann. Mitt uppáhaldslag er “Time After Time”.
McFly http://www.mcflyofficial.com
Persónulega mín uppáhalds popp hljómsveit. Eru að gera ótrúlega hluti núna. Ný plata og allt á leiðinni. Týndust í smástund þegar þeir voru að leika í Just My Luck en birtust aftur stuttu eftir myndina og hafa ekki verið betri. Alltaf jafn mikið stuð að hlusta á þá. Og þeir eru alveg þvílíkt góðir á tónleikum. Langar að fara aftur þetta ár en buddan leyfir það ekki. Cover-ið þeirra á “Don’t Stop Me Now” er alveg ótrúlega gott. Og nýja lagið þerra “Please, Please” er ekkert nema alveg frábært. Myndbandið er skemmtilegt og sýnir að þeir eru alltaf jafn hressir. Þeir segja að nýja platann þeirra mun vera meira í anda fyrstu plötunnar en þeir hafi komist yfir þetta “depressing” tímabil sem gekk yfir með hina plötuna. Svo hlæja þeir, enda vita margir aðdáendur að lögin á plötunni þeirra “Wonderland” fjölluðu um hluti eins og sjálfsmorð og margir gleyma ekki laginu Ballad Of Paul K og myndbandinu við lagið sem var alveg þvílíkt flott en sorglegt í senn. Um mann sem er komin með “gráa fiðringin”. Hljómsveitir eins og Simple Plan og The Who hafa hrósað þeim og tóku McFly og The Who lag saman, My Generation. Ég gæti skrifað endalaust um þá en það er best að ég geymi það þangað til að ég geri almennilega grein um þá. Mæli með öllum lögunum þeirra.
Son Of Dork http://www.sonofdork.com
James frá Busted stofnaði þessa hljómsveit eftir að Busted hættu. Þessi hljómsveit er með mjög grípandi lög og ætti engin aðdáandi Busted og McFly að láta þá framhjá sér fara. Þeir syngja um allt það sem er að gerast núna, hluti eins og; Myspace, emo, Napolion Dynamite, frægð, “boy bands” nörda og jafnvel Mcfly. Þeir gera grín að öllu og eru greinilega að skemmta sér konunglega. Mér finnst öll lögin þeirra vera skemmtileg en mæli með “Boy band”, “Murder In The Mosh” og “Slacker”.
Það getur verið gaman að kíkja á YouTube eða MySpace og leita þar af allskonar hljómsveitum. Gæti komið ykkar á óvart hve margar hljómsveitir eru þar sem eru ekki spilaðar í útvörpum eða eiga myndband á MTV. (PoppTV) Hljómsveitir sem eru kannski betri en sumar en hafa bara ekki fengið neitt tækifæri að “meikaða”.
Endilega fólk að skrifa greinar um popp tónlistarmenn sem eru ekki frægir og látið þínar uppáhaldshljómsveitir með. Þá getur fólk kynnst þínum stíl og ef til vill líkað við eitthvað af því sem þú ert búin að finna.
Ég vil líka taka það fram að ég fékk þvílík óþroskuð skítköst þegar ég skrifaði grein hérna á popp um mína uppáhaldshljómsveit frá fólki sem er frekar að hlusta á metal, rap eða rokk. Væri gott að þið mynduð leyfa fólki að hlusta á það sem það vill og ekki skipta sér að því. :)
Miles: 3969.64 | Kilometers: 6388.33