Sæl.
Sum ykkar vitað kannski að við höfum verið vinna að endurgerð Huga í þó nokkurn tíma. Núna sér loksins fyrir endann á því og við erum komnir með útgáfu sem er fólki boðleg til prófunar.
Nýi Hugi er auðvitað töluvert frábrugðnari frá því sem nú er enda var enginn steinn óveltur í löngu þróunarferli. Samt er hugsjónin í aðalatriðum áfram óbreytt, við höfum áhugamál, greinar, korkar, myndir og allt það ásamt öllu efninu sem til var.
Hugi er núna á sínu 12. aldursári sem þýðir að þetta er eitt elsta starfandi vefsvæði landsins í dag. Tugþúsundir Íslendinga hafa stundað þennan vef og það er stórt aldursbil á Ísland sem man vel eftir Huga.
Núna er kominn tími á að endurvekja Huga og við þurfum ykkar hjálp, enda er þetta allt gert fyrir ykkur. Skráið ykkur í Beta prófunina og nýtið tækifærið til að hafa mótandi áhrif á vefsvæðið meðan það er enn í þróun. Hjálpið okkur að gera Huga eins og þið viljið hafa hann.
Skráningar formið er að finna hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dDc2eUpta0ZXRF8tMUY5ZTNLMjZQd0E6MQ
Það er ekki víst að allir komist að þannig um að gera að skrá sig strax.
Skráningu lokið í bili.
Kveðja,
Vefstjóri og Hugari