Jæja, sæll vertu og blessaður, hugari! Í 4 bekk var smásagnakeppni (sem ég lenti í þriðja sæti á) og því datt mér í hug að rita hana hér. Mér líður ekki vel. Ég á í erfileikum með að skrifa ritgerðina um Garðabæ sem ég á að skila á morgun og afi minn hann Þorkell er veikur. Hjúkrunarkonurnar segja að honum fari versnandi. Við fjölskylan ætlum að heimsækja hann á eftir. Mamma kallar innan úr eldhúsi: „Þorkell, getur þú farið einn til afa þíns? Við pabbi þinn þurfum að skreppa aðeins, við...