Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lélegar þýðingar á bíómyndum !

í Tilveran fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Með arfaslökustu þýðingum sem ég hef heyrt er t.d. kvikmyndin “southern Comfort” sem var þýdd sem “Dauðinn í fenjunum” ( hmmm hvað ætli gerist í henni…?). Með nafnaþýðingarnar þá vil ég hafa þetta íhaldssamt. Auðvitað á Spidy að vera þýtt Lói því þannig var það í blöðunum. skiptir ekki máli hvort það er asnalegt eða ekki…það á bara að vera þannig ;-) Eins fór hrikalega í taugarnar á mér þegar Star Wars myndirnar voru endurútgefnar að alar þyðingarnar voru í fokki. Luke var að vísu Logi...

Re: Placebo í Höllinni 07.07.04

í Rokk fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Hvernig eru samkynhneigðir tilburðir?

Re: Var stríðið Hitler að kenna?

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 1 mánuði
Húhú! úje…séra Bragi hazzlar sér völl á nýjum vettvangi…nú fer loksins að færast fjör í umræðurnar hérna…… Ég er reyndar kannski ekkert algerlega sammála öllu í greininni…en látum það liggja milli hluta…húrra fyrir sr. Braga….

Re: Hugmyndakerfi og rætur nasismans

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 1 mánuði
tilvitnanaskráningin í fótnótunum dettur alltaf út þegar ég peista inn í huga gluggann. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru beinu tilvitnanirnar úr eftirfarandi heimildum. 1 og 2 úr Mein Kampf 3(Arndt), 4 og 5(Fichte) úr Nationalism eftir Elie Kedourie 6 (stefnuskrá NSDAP) úr Noakes og Pridham Tilvísanaskráin yrði of löng til að ég nenni að setja það allt inn, enda skiptir það minna máli hér en ella.

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég var að tala um bækurnar um Hitler… Hitler 1889-1936: Hubris og Hitler 1936-1945: Nemesis Þetta er ævisaga Hitlers í tveim massífum bindum og er besta ævisagan sem ég hef komist í hingað til. Það er mjög gaman að lesa þessar eftir að vera búinn að lesa ævisöguna eftir Joachim Fest sem er töluvert eldri og með allt aðrar áherslur. Þessar Kershaw bækur eru algert möst.

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 2 mánuðum
´Greatness…. ég var búinn að skrifa geðveikt langt svar og svo datt það út og ég bara nenni ekki að skrifa það allt aftur. :-( Hér er stutta útgáfan. Ég er í meginatriðum sammála AJP Taylor (who isn't?) því hinar tvær kenningarnar eru jú úreltar. Hins vegar vil ég meina að þó að ákveðin ábyrgð á því að leggja Hitler í hendur aðstæður til að efna til stríðs liggi hjá þjóðerleiðtogum bandamanna, þá verður því ekki jafnað við ábyrgð á stríðinu sjálfu. Hitler stefndi leynt og ljóst að þrem...

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 2 mánuðum
"Það er að segja að hans [Hitlers] eini vilji hafi verið ástæðan fyrir upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Er það ekki ósköp einfalt sjónarmið?" Jújú…einfalt en rétt.

Re: D-Dagur

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 2 mánuðum
D-Day hefur ekkert með dooms day að gera. Þetta var upphaflega einungis kódi fyrir tímasetningu innrásarinnar: D-Day, H-Hour. D stóð bara fyrir Day og H bara fyrir Hour. það er engin meiri meining í þessu.

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þú gætir t.d. byrjað á að kíkja á heimildalistann hjá mér. Mæli sérstaklega með http://www.faqs.org/faqs/holocaust/usa/leuchter og http://www.yad-vashem.org.il bækur eru svo t.d. Pressac, J. C. Auschwitz: Technique and Operation of the Gas Chambers. New York: Beate Klarsfeld Foundation, 1989 og allar þrjár Nazism 1919-1945: A Documentary Reader. ed. G Noakes & J. Pridham. Exeter 2001. (þrjú bindi af frumskjölum úr skjalasöfnum nasista.)

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það má kannski geta þess að þessi grein er copy/paste af vísindavefnum (http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2289) og það er skammiskamm…nema þú sért Lilja Kristinsdóttir sem skrifaði það upphaflega…

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Gonzo sagði: “Heimildunum þínum getur alveg jafn mikið skjátlast og heimildir annara.” Munurinn á heimildum mínum og heimildum Webers er að heimildir hans hafa verið hraktar og afsannaðar að stórum hluta. Þær heimildir sem ég nota standa óhaggaðar. Ég vil hins vegar benda á að greinin hér að ofan er ekki rökfærsla fyrir því að við eigum ekki að horfa gagnrýnið á þær niðurstöður og heimildir sem segja okkur að helförin hafi farið fram. aUð vitað er það skylda sagfræðinga að endurmeta...

Re: Helförin og endurskoðunarsinnar - gagnrýni

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Helios: Já Browning er auðvitað leiðandi fræðimaður á þessu sviði…þetta er fínt viðtal við hann. Og svo er bókin líka þrusugóð.

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
vikkia87: “Líkin voru grafin flest, og í Auschwitz voru þau GRAFIN” Ertu eitthvað skrýtinn?!

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
vikkia87: “Og by the way þeir voru ekki settir í brennslu ofna, engin útrýmingarstöð beitti þeirri aðferð.” Ýmislegt var nú barnalegt í svari þínu en þetta hér að ofan er bara fullkomlega rangt. Brennsluofnar voru til staðar í öllum útrýmingarbúðum nasista (og þá er ég að tala um búðir eins og Treblinka, Sobibor, Auschwitz-Birkenau o.fl.). Ofnarnir voru notaðir til að brenna líkin. Svo einfalt er það.

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Nei maður eyðir nú ekki meiri tíma í svona vitleysing.

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Oberon: Franski fræðimaðurinn sem þú vitnar í er að öllum líkindum Jean-Claude Pressac sem setti fram í bók sinni um Auschwitz (Les crematoires d'Auschwitz sem er ákaflega umdeild) að aðeins hefðu látist um 775,000 manns í búðunum. Það kemur jú heim og saman við það að menn trúa ekki lengur því sem lengi stóð á minningaplattanum í Auschwitz að fjórar milljónir hefðu dáið þar. Almennt er sú tala nú talin vera í kring um 1 - 1.2 milljónir. Hins vegar er það af og frá að alls hafi undir tveim...

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Oberon: “talan 6.000.000 er náttúrulega fáránleg, bæði vegna manntala fyrir og eftir heimsstyrjöldina þar sem mældist lítill munur á fjölda gyðinga í Evrópu” Þetta er della. munurinn á fjölda gyðinga í Evrópu fyrir og eftir heimsstyrjöldina skv. er (eins nákvæmlega og hægt er að áætla skv. manntölum og öðrum heimildum) 4.194.200 færri. Þú heldur kannski að þeir hafi bara allir flutt til sovétríkjanna?

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
allt í lagi…komið þá með rök máli ykkar til stuðnings…Winston þú nefnir sagnfræðinga og vísindamenn sem séur á þeirri skoðun að þetta séu ýktar tölur…nefndu dæmi um þessa sagnfræðinga, hverjir eru þetta…því það er alrangt hjá´þér að ALLIR sem skoðað hafa þetta mál séu sammála um þetta…það er satt að segja mjög mikill minnihluti fræðimanna á þeirri skoðun að helförin sé ýkt. og varðandi það að einhverjar þúsundir hafi ekki gefið sig fram þá er það eflaust rétt. tölurnar eru oftast settar fram...

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Winston19: Það fer alltaf jafn mikið í taugarnar á mér þegar fólk er að draga í efa tölurnar um útrýmingu gyðinga án þess að hafa neitt haldbært í hönunum annað en einhverjar samsæriskeningar sem það hefur lesið á netinu. Nú skal ég upplýsa þig Winston: Í fyrsta lagi þá ertu með ranga tölu…talið er að tæplega sex milljónir gyðinga hafi týnt lífi í ofsóknum nasista. í öðru lagi þá hefa þessar tölur ekkert með eitthvað samsæri sovétmanna að gera…þetta eru einfaldlega beinharðar skjalfestar...

Re: Hefuru sofnað í tíma??

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
iss…það er nú ekkert mál fyrir nemendur að sofna í timum… Ég var hins vegar einu sinni vitni að því þegar KENNARINN sofnaði í tíma…..var eitthvað þreyttur blessaður maðurinn…þetta var í MR og kennarinn sá arna var kenndur við Valium… obsidian

Re: Síðari heimsstyrjöldin

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ágæt grein að mörgu leyti og gaman að sjá að sumir nenna ennþá að skrifa almennilega unnið efni hérna inn…ekkert tíu línur eitthvað og skilja svo ekkert í því af hverju það fer á korkinn ;-) En af því ég er svo mikill leiðindapúki þá verð ég að fá að leiðrétta nokkrar leiðar villur….Ég veit að sumt af þessu er sparðatíningur…en það eru bara þannig misfærslur sem fara í taugarnar á mér… 1. “Meira að segja börnin voru neidd til þess að ganga í felög þar sem þau lærðu að hlíða” - Meirihluti...

Re: Morfís

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef ég má leiðrétta þá var þetta árið 1993 sem Versló vann Morfís með hinu svokallaða “gullaldarliði” sínu, Gísli Marteinn, Rúnar Freyr, Siggi Kári og Ólafur Teitur. Sú úrslitakeppni (MR-Versló) var einmitt ein skemmtilegasta og mest spennandi Morfískeppni sem undirritaður hefur séð. Stútfullt Háskólabíó út úr dyrum svo fólk varð frá að hverfa og stemmningin í hámarki. Stuðningsmenn liðanna í dag gætu lært ýmislegt af þessum árum. Ég man nú svosem ekki hvernig þessi MRví dagur fór árið eftir...

Re: Yngri ár Hitlers og ris hans til valda

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ágætt þýðingarframtak hjá þér. Væri gaman að fá að vita hvaðan þú fékkst upprunalega textann…það er þín heimild…þessar bækur sem þú nefnir eru heimild þess sem skrifaði upprunalega textann.. bara svona tæknilegt atriði sem jafnvel Hannes Hólmsteinn ætti að átta sig á ;-) Annars fannst mér þetta hér: “Hann var upphaflega skýrður Adolf Schickelgruber en því var síðar breytt í Hitler eftir móður hans” vera afskaplega hvimleið villa. Alois hét vissulega Schickelgrüber fram að þrítugu vegna þess...

Re: Ræðukeppnir grunnskólanna?

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það vill svo til að ég veit svolítið um þetta. Eina ræðukeppnin sem er á döfinni í vetur fyrir grunnskólana er Ræðukeppni Breiðholts. Miðberg stendur fyrir þessari keppni eins og í fyrra og í henni taka þátt grunskólarnir fimm í Breiðholti. Þetta er sjáfstætt framtak hjá Miðbergi sem er sprottið af óánægju Breiðhyltinga með þá ákvörðun ÍTR að fella niður MORGRON (Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla í Reykjavík og nágrenni) og taka upp spurningakeppni í staðinn. Nú þegar hafa fjórir af fimm...

Re: Adolf Hitler

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er nú eiginlega frekar vond rithgerð. Eiginlega bara endursögn upp úr “Að hetjuhöll”. Lítið eða ekkert af þessum texta er þinn eigin, heldur allt saman einhvernveginn copy peistað og púslað saman upp úr þessari (í besta falli) takmörkuðu bók. Svo segirðu ekki einu sinni hvaða heimildir þú notar þó það sé svona painfully augljóst. Heitirðu kanski Hannes Hólmsteinn? obsidian
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok