Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Jói Osmósa (Osmosis Jones) - Fjölskyldufróðleikur um Kommúnisma og Undur Líkamans (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 1 viku, 1 degi
Páskamyndin í ár var stórvirkið Jói Osmósa sem við frúin horfðum á uppi í rúmi með páskaeggið og köttinn við hönd. Kvikmyndin fjallar um Jóa Osmósu (Chris Rock), hvítt blóðkorn, sem starfar sem lögreglumaður í líkama Frank (Bill Murray) og verndar líkamann gegn illum öflum. Jói á þó ekki sjö dagana sæla hjá lögreglunni og yfirmaður hans er orðinn þreyttur á ýmsu veseni sem hann veldur í líkamanum með þráhyggju sinni fyrir öryggi (og þörfinni fyrir því að fá samfélagslega viðurkenningu). Bill...

Diplozoidae - rómantík meðal flatorma (1 álit)

í Rómantík fyrir 2 árum, 2 mánuðum
Þetta er kannski smá seint en í tilefni Valentínusardagsins þá er hér hágæða póstur um rómantískustu skepnur þessa heims, flatorma í ættinni Diplozoidae. Holdgervingar ástar og skuldbindingar. Þessir flatormar eru sníkjudýr á tálknum fiska þar sem þeir eru allt sitt líf að sjúga blóð og næringu úr hýslinum.Ókynþroska leita þeir í tálknin, bæði í leit að fæðu en ekki síður í leit að maka. Þegar þeir finna einstakling sömu tegundar þá festa þeir sig saman og renna saman í eitt. Þeir losna...

Kópavogshurðin - Fannborg 4 (0 álit)

í Sorp fyrir 2 árum, 3 mánuðum
Hamraborgin rís há og fögur.

Hurð drauma minna (4 álit)

í Sorp fyrir 2 árum, 3 mánuðum
Nú hef ég lengi verið mikill vinur Hamraborgarinnar og finnst dáldið sárt að það stefni í að hún fái þessa andlitslyftingu. Sárast finnst mér að það eigi að rífa Fannborg 4 með þessari hurð sem snýr bara út í loftið. Þessi hurð hefur fært mér ómælda gleði í gegnum árin og fær mann alltaf til að brosa. Hver hannaði þetta eiginlega? Hvað var sá einstaklingur að pæla? Vissi arkítektúrinn ekki að þetta hús yrði á einhverjum stultum og bjóst við að þarna yrði inngangur? Afhverju ekki að skipta...

Reynsla af fangelsinu Hólmsheiði (2 álit)

í Tilveran fyrir 2 árum, 3 mánuðum
Kæru Hugar Þetta er nú kannski langsótt en hefur einhver hérna reynslu af dvöl á fangelsinu Hólmsheiði? Þetta er þarna nýja fangelsið sem var byggt nálægt Heiðmörkinni. Ég hef verið aðeins að lesa mér til um þetta undrafangelsi, sérstaklega hönnunartillögurnar til listskreytinga í fangelsinu og finnst þær frekar magnaðar. Af heimasíðu fangelsismálastofnunnar (fangelsi.is) "Efnt var til samkeppni um listskreytingar og hlutu fyrstu verðlaun þær Anna Hallin og Olga S. Bergmann. Tillaga þeirra...

Ævintýrabrauð á Pulsuvagninum Selfossi (1 álit)

í Matargerð fyrir 2 árum, 4 mánuðum
Ein mynd frá þessu magnaða ævintýri sem var að kíkja í lúguna á Pulsuvagninum á Selfossi og biðja um Ævintýrabrauð. Þetta er hið eina sanna Ævintýrabrauð. Jólin komu snemma í ár.

Ævintýrabrauð - Leynimatseðill á Pulsuvagninum á Selfossi (4 álit)

í Matargerð fyrir 2 árum, 4 mánuðum
Hóhóhó kæru Hugar. Mér var nýlega sagt frá leyniorði eða leynirétt sem hægt er að panta á pulsuvagninum á Selfossi sem er ekki á matseðlinum. Ef maður biður um "Ævintýrabrauð" þá fær maður heldur betur ævintýri í brauði. Ég gat vart beðið og var að springa úr forvitni og eftirvæntingu með að fá að smakka. Ég fékk svo þetta dásamlega pulsubrauð með pítusósu, káli, osti og season all. Sturluð upplifun. Algjört ævintýri. Mér líður eins og ég sé hluti af leynisamfélagi eins og swingersklubbi eða...

Vorflugan mín komin í jólafötin (1 álit)

í Gæludýr fyrir 2 árum, 5 mánuðum
Kæru Hugar Ég hendi hér inn mynd af vorflugunni minni honum Bolla sem er kominn í jólabúninginn. Bolli er vorflugulirfa (Trichoptera) sem býr í búri hjá mér. Vorflugur vefa hálfgerða púpu úr hverju sem er í umhverfi þeirra hverju sinni til að verja sig og vera í felulitum. Bolla fann ég í tjörn í Fossvoginum en svona vorflugur eru út um allt land. Þær lifa í vatni sem lirfur en koma síðan á land sem fullorðin dýr og fljúga um. Mynd 1 - Bolli í góðum fílíng. Aðrar vorflugur gera meira að...

FUNdraiser fyrir DJ flugvél og geimskip - KEX hostel - 14.des (3 álit)

í Raftónlist fyrir 2 árum, 5 mánuðum
Öllum hljóð­færum og effectum Steinunnar var stolið í innbroti fyrir nokkrum vikum og græjurnar hafa ekki skilað sér tilbaka. Í tilefni þess verður blásið til styrktartónleika! Þar mun koma fram aragrúi af hljómsveitum og gjörningum og dj. flugvél og geimskip mun einnig koma fram! Kex Hostel - í Gym og Tonic salnum 14.desember 2022 Hefst kl. 19:30 2000 kr. *eða frjáls framlög Babes of Darkness Madonna & Child Sigrún Oyama Geigen dj. flugvél og geimskip Sjáumst hress!

Íslensk/Indversk endurgerð af Forest Gump (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 2 árum, 5 mánuðum
Hæhæ Ef að það eru einhver frá Kvikmyndasjóð þá langar mig til að pitcha hugmynd. Það var að koma út indversk endurgerð af Forest Gump sem heitir Laal Singh Chaddha með stórleikurunum Aamir Khan og Kareena Kapoor. Algjör bomba. Hún er meira að segja á Netflix, ég mæli með að kíkja á hana. Myndin er sumsé mjög svipuð og Forest Gump en er aðlöguð að indverskum sannsögulegum aðstæðum. Hann Laal (Forest) elst upp í sveitasælunni með henni Rupa (Jenny). Hann fer svo í herinn og berst í stríðinum...

Rafmönguð Reykjavík - Electronica Reykjavík (1 álit)

í Raftónlist fyrir 3 árum, 2 mánuðum
Fann þess heimildarmynd frá 2008 um sögu raftónlistar og danstónlistar á Íslandi. Allt frá ca 1990 fram að 2008. Alveg frekar góð mynd og oft frekar súr á köflum. Gaman að sjá hvað þetta var mikil gróska. Bullandi nýbylgju tribalismi, glowstick, synthar, samplerar og sýra. Biggi Veira, Biogen, Frank Murder, Hermigervill, Gusgus og fleiri. Mæli með. Synopsis: Electronica Reykjavik is the story of a revolution in music. The electronic and house music of the late 80´s and early 90´s has made...

Draumráðningar (4 álit)

í Dulspeki fyrir 3 árum, 3 mánuðum
Mig dreymdi að ég væri í Kópavogslaug í heita pottinum með Kára Stefánssyni. Ég var með einhvern smá hósta sem ég var að reyna að fela fyrir Kára. Síðan sá ég snæuglu fljúga, setjast á ljósastaur fyrir ofan mig og horfði beint á mig. Getið þið ráðið þennan draum fyrir mig? Er ég að fara að deyja?

Hver veit hvað býr í hjarta hrossanálar? (6 álit)

í Heimspeki fyrir 3 árum, 3 mánuðum
Hrossanál er hávaxin seftegund (25–45 cm) með sívölum stráum. Hún er mjög algeng um allt landið, frá láglendi upp í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli. Helst kýs hrossanálin, ef hún fær eitthvað um það að segja, að lifa og dafna við árbakka eða rakar, sendnar áreyrar; á mörkum þurrlendis og votlendis. Hún blómstrar í júní-júlí, með heillandi blómum í þéttum hnapp fyrir ofan miðju strásins. Mynd 1 - Blóm hrossanálar. Eitt af því sem gerir hrossanálin svo áhugaverða er ástríða hennar fyrir...

Eru Hugar búnir að kíkja í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal? (4 álit)

í Hugi fyrir 3 árum, 4 mánuðum
Eru Hugar búnir að kíkja í nýju sundlaugina í Úlfarsárdal? Ég fór um daginn og ég var bara nokkuð hrifinn af þessari laug. Skáparnir í klefunum eru frekar fönkí og virðast hálfsoðnir í einhverjum vísindaskáldskap. Pottarnir eru fínir, margt gott í boði þar, bæði legvatn og hraðsuðuketill upp á hitastig að gera. Ég er mjög hrifinn af uppsetningunni á kaldapottinum þeirra; þetta er svona tvöfaldur pottur (tveir pottar hlið við hlið) og annar er kaldur (í kringum 10°C) minnir mig en hinn er...

Fíkjur - Mestu makindi (2 álit)

í Deiglan fyrir 3 árum, 5 mánuðum
Nytjar Viður margra fíkjutrjáa er frekar mjúkur, óreglulegur og óhentugur í smíði af flestu tagi. Innan trésmíðasamfélagsins er fíkjuviður þekktur fyrir að vera óstýrlátur og óþægilegur efniviður þrátt fyrir að ljós viðurinn geti oft verið býsna fallegur. En þó svo að fíkjuviðurinn sjálfur sé ekki sérlega hentugur í smíði þá hefur lögun laufblaðanna veitt mörgum innblástur í trésmíði og húsasmíði úr öðrum efnivið. Laufblöð tegundarinnar F. religiosa hafa sett sinn svip á hina hefðbundnum...

Fíkjur - Morðingjar á meðal manna (1 álit)

í Deiglan fyrir 3 árum, 6 mánuðum
Fíkjutré hafa margbreytilegt vaxtarform. Sumar fíkjutegundir vaxa sem tré, aðrar vaxa sem klifurjurtir eða ásætur og enn aðrar vaxa sem runnar og það er munur á lífsferlum og hegðun þessara afbrigða. Í undraheimum fræðanna eru ásætu og tré afbrigðin stundum kölluð kyrkifíkjur (e. strangler figs) og stöngulfíkjur (e. stem figs). Mynd 1 - Banvænt faðmlag kyrkifíkju. Hýsill þessa fíkjutrés á ekki mikið eftir ólifað enda þrengja ræturnar sífellt að honum. Kyrkifíkjur eru ásætur og þurfa því á...

Fíkjur - Heimur í hendi (1 álit)

í Deiglan fyrir 3 árum, 6 mánuðum
Blómskipun (e. inflorescence) fíkjutrjáa einstakt að gerð; innhvelfdur stöngul með mörgum blómum á innra borði sem snúa öll að holrými innan fíkjunnar. Að utan líkist fíkjan stöku aldini en er í bara frekar sértök gerð blómskipunar - blómin inni í þessum innhvelfda stöngli mynda margfalt aldin.  Yfirleitt eru fíkjur perulaga, 1-5cm í þvermál og með opi í miðju breiðari endanns sem kallast ostiole. Opið liggur að holri miðju í fíkjunni þar sem veggirnir eru þaktir í smágerðum blómum. Þessi...

Star Wars: The Rise of Skywalker (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 4 árum, 3 mánuðum
Jæja, nú þegar rykið hefur aðeins fengið að sjatna og setjast eftir að myndin kom út, hvað finnst ykkur um myndina? Var hún góð? IMDB gefur henni lækstu einkunn af öllum í nýja þríleiknum (7.9 - 7.0 - 6.6). Ég verð að segja að mér fannst hún bara prýðisgóð og ég hlakka til að sjá meira í þessari seríu. Draumar geta heldur betur ræst.

5 Bestu Albúm (1 álit)

í Músík almennt fyrir 12 árum, 3 mánuðum
¿Hver eru að ykkar mati 5 bestu albúm sem þið hafið hlutað á,?,. ekki endilega í röð frá hinni bestu til hinnar verstu, það er farið að vanta nýtt efni í hjá mér. Mögulega finnst ykkur þetta erfitt svar, hef allavegana verið að pæla lengi í þessu og er alltaf að skipta um skoðun en þetta er listinn í augnablikinu: - Paranoid - Black Sabbath - Moderat - Moderat - Songs for the Deaf - Queens of the Stoneage - The Doors - The Doors - Cosmic Egg - Wolfmother

Sony Ericsson tölvutengill (0 álit)

í Farsímar fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Sælir/ar Málið er að ég hef lengi verið að leita að Sony Ericsson tengi við fartölvuna mína svo að ég geti flutt lög inn á símann minn. Ég hef eytt rúmu ári í för mína í leit að þessari snúru. One snúra to rule them all. Hvar getur maður fundið eina svona snúru?

Buy a Guitar: For Dummies (4 álit)

í Hljóðfæri fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég hef lengi verið að spá í að kaupa mér rafmagnsgítar og magnara en hef bara ekkert vit á þessu og var að vona að þið gætuð sagt mér hvernig gítar væri best að kaupa fyrir (að sjálfsögðu) sem minnstan pening.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok