Þar sem lítið er að gerast á þessu áhugamáli ákvað ég að skella einni grein um hvaða extension mér finnst best að nota með Eldrefnum mínum. Extension eru litlar viðbætur sem geta gert allt sörf mun þægilegra og skemmtilegra. Þessi extension er ég með, segið mér endilega hverju þið mælið með.
FasterfoxÞetta er umdeilt extension þar sem þetta ku auka álag á servera ef margir eru að nota þetta. En það sem þetta gerir er að hraða sörfinu umtalsvert, perfomance and network tweaks, eins og þeir segja.
https://addons.mozilla.org/addon.php?id=1269
FoxytunesMjög sniðug viðbót sem leyfir þér ]að stjórna tónlistarspilaranum þínum úr Firefox(Play, pause, stop, hækka og lækka og þetta helsta) og svo sýnir þetta hvaða lag er verið að spila. Virkar með öllum helstu gerðum tónlistarspilara og þvælist ekkert fyrir manni.
https://addons.mozilla.org/addon.php?id=219
LinkyFyrir þá sem nenna ekki að klikka á hvern link sem er gefinn upp getur verið þægilegt að hægrismella og velja bara “Open selected links in tabs” og woilla, allir linkarnir koma upp á örskotsstundu. Þetta er líka mjög þægilegt fyrir þá sem eru að skoða myndir en nenna ekki að opna hverja mynd fyrir sig. En þú getur með þessari viðbót opnað alla linka á myndir í einn tab eða marga tabba eftir því sem þér hentar.
https://addons.mozilla.org/addon.php?id=425
AdblockAdblock blokkar flestar auglýsingar á vefnum og þær sem hann ekki blokkar geturðu einfaldlega blokkað sjálfur með einu handtaki.
https://addons.mozilla.org/search.php?app=firefox&q=adblock&cat=null&type=null&appfilter=null&platform=null&date=null&sort=newest&perpage=10&app=firefox
Customize Google Eins og nafnið gefur til kynna er þessi viðbót notuð til að bæta Google.com Það sem ég nota þetta mest í er þegar ég skoða myndir á Google images þá er hægt að stilla þetta þannig að maður fari beint á myndina í stað þess að þurfa að fara á síðuna sem myndin er geymd á. Fjölmargt annað hægt að gera með þessu líka.
https://addons.mozilla.org/firefox/743/
Forecastfox EnchancedViðbót sem segir þér veðurspána og hvernig veðrið er þessa stundina ef þú nennir ekki að kíkja út um gluggann :p https://addons.mozilla.org/firefox/1978/
IE TabÞar sem sumar síður eru hannaðar fyrir Internet Explorer virka þær stundum illa í Firefox. Þess vegna er þetta þægileg viðbót því þú hægri smellir einfaldlega með músinni og gerir Open in IE tab, og þá opnast heimasíðan í nýjum Tab en þó í Internet explorer. Unbelievable, belive it! https://addons.mozilla.org/firefox/1419/