Steve Tobin Ég gerði verkefni fyrir skólan og ákvað að skrifa um skúlptúrista fyrir LIM103 í Fjölbrautaskóla Breiðholts, og á leiðinni koma því hingað í áhugamálið :)

Steven Robert Tobin fæddist 10. febrúar, árið 1957 í Philadelphia, og á móðir hans Frances Emanuel, afmæli sama dag. Árið 1964, flutti fjölskyldan í þéttan skóg sem var fullur af villtu lífi í Villanova, Pennsylvania. Og fékk hann mikinn áhuga á náttúru eftir að hann flutti þangað. Faðir hans smíðaði tréhús á risastórri tré og hékk Tobin mikið þarna í kringum og fékk helst “inspirition” og “influence” af náttúrunni og eld þegar hann hékk þarna þegar hann var aðeins 13 ára. Hann fór að byrja að kaupa efni til að búa til skrautlega hluti úr gleri, eftir tilraun með glasblástur í haveford skóla, og bjó hann til glertré. Hann keypti sér áhöld í Philadelphia og byrjar að selja glerhluti stræti New York. Og myndaðist svo þrá að nota eld og breyta gleri í eldi. 1971 byrjar hann að læra á Saxaphone og kennti Arthur Hegvik honum.
Gegnum árin fór hann í Harriton High school, Rosemont í Pennsylvania og næst Tulane University og lærði þar tónlist og fleirra. 1977 stofnar hann með örðum listamönnum vinnustofu til að vinna með gler, en 1979 stúdentaðist hann og flytur til norður Carolina og byggir glervinnustofu þar. Enn fer hann í fleirri skóla en það eru Pilchuck Glass school í Wasington state og Penland School of crafts í Norður Carolina. Hélt hann sýna fyrstu einkasýningu í New York árið 1980. Eins og sé geta var hann mikið að flytja út um allt og byggja glervinnustofur, og einnig varð hann aðstoðakennari í Pilchuck Glass school og Penland School of crafts. Einnig fór hann til Japans þegar honum var boðið að kenna glerblástur í Tokyo Glass art Insitute og lærði þá japönsku.
Árið 1990, sem ég ætti meira að segja frá, byrjaði hann að gera seríu af gler hurðum sem eru gerð úr bronsi og gleri. Hann gerði nokkrar innsetningar með hurðunum sínum og með tímanum er hægt að sjá að bronsið og glerið byrja að geta fegað meira saman. Hann byrjar að lita hurðinar líka, eða þá að bronsið auðvitað litast við hversu mikið það er við eldin.(http://stevetobin.com/doors.html)

Árið 1993 hefur hann sinn fyrsta yfirlitssýningu með Marc Chagall í Retretti Art Centre í Finnlandi. Og setur hann svo upp innsetningu í American Craft Museum sem nú í dag heitir Museum of Art and Design, verkið sem hann setti þar upp heitir Water Column(http://stevetobin.com/waterglass/wg4.html), en er það staðsett á mið hringstigans og er eins og foss sem splassast niður á gólfið á neðra hæðinni. Áður en hann hættir alveg að blása gler blæs hann stærsta flösku í heimi sem sem kom svo í Guinness book of records(1995), og fór sá peningur svo til styrktar prógrams sem var í gangi í Creative glass center of America. Philip Berman bíður honum að taka þátt í Triangle Artists’Workshop, eftir að Tobin byrjaði að vinna í málmi, og vinnur þá með vinnustofunni með málm og steina í Allentown í Pennsylvania.
Árið 1994 byggir hann bronssmiðju og byrjar að vinna með brons. Og það síðast, 1995, gefur hann út skrá, Steve Tobin: Reconstructions, með sýninga hjá Philip og Muriel Berman Museum of art, í Collegeville, Pennsylvania, og segir frá 2 ára vinnu með málm. Og síðasta verkið sem hann hann gerði á tímabilinu 1990-95, er Bonewall(http://stevetobin.com/bones/bone8.html), sem er 30 feta langt. Þetta verk að mínu mati væri best að sjá með eigin augum, verst að maður veit ekki hvar þetta er núna sýnt, smáatriðin eru æðisleg og sýnir svona … hugmynd á hvernig Tobin lýsir milli lífs og dauða, ef hægt væri að skilgreina það. Annars vegar hefur hann verið að vinna með mikið af furðulegum verkum sem stundum fær mann til að lyfta augnbrúnum, t.d. verk sem tengjast jesú á krossinum en stað höfuð hans er kannski tígrisdýrshöfuð(sem er hægt að sjá í síðunni hans www.stevetobin.com undir nafni toy bronzes).