Kúbismi 1907 - 1920 Hér ætla ég að segja frá Kúbisma eins og ég sagði frá Impressionisma.

Kúbismi er listastefna sem kom fram í kringum árið 1907. Þá var haldin sýning til minningar um listmálarann Paul Cézanne. Cézanne hafði gert mikið af því að skoða hvernig unnt væri að lýsa náttúrunni með geómetrískum formum eins og ferningum, kúlum og keilum.
Margir listamenn hrifust af þessu einkum Pablo Picasso. Þetta sama ár málaði hann Ungfrúrnar frá Avignon en hún er talin vera fyrsta kúbíska málverkið. Picasso og annar málari sem hét Georges Braque og var franskur, unnu í mörg ár að því að skilgreina hluti sem þeir höfðu fyrir framan sig.

Þeir einfölduðu þá og byggðu þá upp aftur í geometrískum formum. Mannshöfuð var sýnt sem kúla og handleggur sem sívalningur.

Auk þess að leggja mikla áherslu á geometrísk form veittu kúbistarnir afrískri list mikla athygli.

Konurnar á mynd Picasso, Unfrúrnar frá Avignon eru með andlit sem minna á afrískar grímur. Þær voru með strengda andlitsdrætti og skrumskælda (bjagaða) líkama. Það hefur sjálfsagt ekki verið ætlunin að myndin væri falleg og margir voru einmitt á þeirri skoðun að myndir Picasso væru hræðilega ljótar. (Sjá mynd)

Myndir kúbista gengu þvert gegn hefðbundinni framsetningu mannslíkamans og fjarvíddinni. Þeir máluðu oft hluti séð að ofan og frá hlið á sömu myndinni.

Helstu einkenni Kúbisma:

~ Málverk mestmegnis tilraunir með form og liti.
~ Litur: okurgult, grænt, grátónar og svart síðar einn litur í
ýmsum tónum.
~ Landlagsmyndir ennþá málaðar en megináhersla lögð á form og
liti t.d. er hart og þurrt landslag sett fram sem hornótt
flatarmálsfræðileg form.
~ Formin brotin upp í smáar hornóttar einingar.
~ Bakgrunnur og forgrunnur renna saman í eitt, rými og myndform
~ samofin.
~ Efni og tæki: Í fyrsta sinn í sögunni eru framandleg efni í
málverki tekin í notkun. Álímd efni eins og dagblöð,
veggfóður, sandur og kaffikorgur. Tækni þessi nefndist
samlíming.

Helstu listamenn:

Pablo Ruiz Picasso (1881 -1973) spænskur
Georges Braque (1882 -1963) franskur

Ég þakka bara fyrir mig.
SupSup