Hér kemur fróðleikur um Impressionisma og Expressionisma

Nafnið Impressionismi á rætur sínar að rekja til málverkasýningar sem haldin var í París 1874. Sýning þessi stórhneykslaði gagnrýnendur þess tíma. Gagnrýnendur gáfu málurum sýningarinnar viðurnefnið Impressionistar eftir málverki Claude Monet
,,Impression"(sólarupprás).

Viðfangsefni:

Impressionistar lögðu áherslu á hina sjónrænu túlkun augnabliksins. Þeir vildu mála undir berum himni og fanga áhrif og blæ náttúrulegrar birtu. Þetta þýddi að myndirnar varð að mála hratt og ósjálfrátt en ekki liggja yfir smáatriðum inni á vinnustofum. Formin urðu uppleyst í splundruðum litaröðum og titrandi ljósrákum. Nákvæmar persónulýsingar viku fyrir blæbrigðaríkum, björtum og miklum litaflötum, sem aðeins gáfu til kynna myndefni sitt.
Málverkið fékk sjálfstæða tilvist; í fyrsta skipti í sögunni fór það að hafa einungis gildií sjálfu sér. Almenningi reyndist erfitt að skilja boðskap málverka ogkunnu því einungis að horfa inn í málverk en ekki á það, Það tók því tíma fyrir Impressionista að fá viðurkenningu almennings.

Helstu einkenni Impressionisma:

~ Hreinir litir bornir á léreftið í flekkjum með breiðum pensli
og stundum sköfu
~ Útlínur ógreinilegar
~ Rannsókn á ´ton og lit urðu til þess að reynt var að tjá leik
ljóssins á yfirborð hluta
~ Myndbygging leysist upp
~ Sóst er eftir heildaráhrifum og smáatriðum sleppt
~ Óvenjuleg sjónarhorn komu fram (áhrif frá ljósmyndum)
~ Tilbúnir olíulitir í túpum komu á markaðinn
~ Listamenn fóru út úr vinnustofum sínum og máluðu úti í
náttúrunni

Helstu Listamenn Impressionismans:

Claude Monet Impression/vatnaliljur
Paul Cézanne
Georges Seurat
Paul Gaugin
Vincent van Gogh
Auguste Renoir
Edgar Degas

Ég þakka bara fyrir mig og njótið.
SupSup