Þetta er ritgerð sem ég gerði fyrir myndmennt í skólanum hjá mér. Og ég ákvað að senda hana inn og fá að sjá álit ykkar á henni. :)

Abstraktlist

Listastefnan sem ég ætla að skrifa um heitir Abstrakt list. Hún varð til í upphafi 20. aldar. Það er mynd þar sem engir þekkjanlegir hlutir eru á henni. Litirnir á henni eru oft mjög sterkir og með geómetrísku formi.
Þeir listamenn sem aðhyllast þessa stefnu vilja að litirnir og formin mynda verkið ein og hafa haldið því fram að verkin hafi sitt gildi þótt það líkist engu sérstöku.
Hinn rússneski listamáli Wassily Kandinsky er oftast látin hafa málað fyrst abstraktmálverkið árið 1910. Hann blandi litríkumlitum á myndirnar og reyndi að láta málverkin sín vekja álíka áhrif og tónlist.
Hollenski listamaðurinn Piet Mondrian var annar abstraktmálari. Hann gerði myndir með ferhyrndum litaflötum í hreinum litum.
Seinna þróaðist þessi stefna í áttina að því sem kallast abstrakt expressjónismi.
Þeir listamenn sem notfærðust við þessa stefnu höfðu það sameiginlegt að þeir lögðu mikla áherslu á ferlsi og ósjálfráð vinnubrögð í málverkum sínum. Jackson Pollock málaði stórar myndir með því að hann sletti, sprautaði og hellti málingu á strigann. Þegar það var málað þannig þurfi að gera það mjög hratt og án yfirvegunar. Það hefur verið kallað action painting, eða skyndimálun á íslensku.

—————————————— ————————-

Endurreisn


Endurreisn var stefna eða tímabi sem var ráðandi um það bil frá árunum 1400 til 1600.
Nafnið er dregið af ítalska orðinu rinascita sem þýðir endurfæðing. Þá reyndu menn að endurvekja myndmál fornklassískar listar en það er heiti á grískri og rómveskri fornaldarlist.
Fólki fannst listin frá þessum tímum svo góð að þeir vildu búa til verk sem voru svipuð. Þeir notuði þess vegna þetta myndmál til að gera ennþá betri listaverk.
Hún er upprunnin á Ítalíu en það einbeitti fólk sér bara að fjarvíddinni eða dýptinni. Þá var fundið upp aðferð til að sýna fjarvíddina. Þannig urðu málverkin eins og herbergi sem er hægt að horfa inn í.
Þeir listamenn sem voru uppi á þessu tímabili urðu betri í að sýna mannslíkama á raunsannan hátt en áður hafði verið gert. Þekkstustu listamenn þessara tíma voru Leonardo da Vinci og Michelangelo. Þeir lögðu sig einkum eftir þessu.
Í Norður-Evrópu fór líka fram endurreisn í myndlistinni. Þó nokkuð síðar barst stefnan svo til þess hluta Evrópu. Listamennirnir einbeittu sér að því að birta myndir sem voru af nákvæmum smáatriðum og yfirborði. Það er greinilega hægt að sjá í málverknum eftir Jan van Eyck.
Olíumálverk henta mjög vel til að mála slíkar myndir. Það var akkurat í þeim hluta Evrópu sem Olíumálverkið var fundið.

————————————————— —————-

Súrrealismi

Súrrealismi er stundum kallaður óraunsæisstefna. Hún átti upptök sín í Frakklandi í kringum árið 1920. Orðið súrrealismi er komið úr frönsku og þýðir óraunveruleiki.
Kenningar Freuds um merkingu drauma og fullyrðing dadaistanna um að listin sé bundin hefðum er eitt af því sem hafði áhrif á súrrealistana.
Einn af þeim sem var fremsti súrrealistinn var Salvador Dalí. Á myndum hans eru hlutir í auðnum eða eyðilegu landslagi sem minnir einna mest á eyðimörk. Þetta hefur áður verið framkvæmt en súrrealistarnir settu þetta fram á nýstrálegan hátt. Reynsla okkar kemur ekki heim og saman við myndefnið. Til dæmis þá er klukka sem hangir á vegg en það verður einkennandi fyrir súrrealismann.

Belgíski listamaðurinn Margritte var þekktur málari frá þessu tímabili. Hann málaði venjulega hluti í alveg smæstu smáatriðum og bætti við hlutum úr hinum raunverulega heimi og úr kannkynssögunni á nýjan og óvenjulegan hátt.

Takk fyrir mig
//;Endla =)
“There's no ”I“ in team. There's a ”me“ though, if you jumble it up”