Svalur er aðalpersónan í sögunum um þá (ásamt Val). Hann er blaðamaður og sannur ævintýramaður og hetja. Hann virðist alltaf vera í vandræðum útaf forvitni sinni og öðru. Hann klæðist fötum sem að margir hafa spáð mjög mikið í um árabil. Ástæðan fyrir vikapiltsfötunum er sú að foreldrar hans skildu hann eftir sem barn í tröppum hjá pari sem að átti hótel. Þau tóku honum opnum örmum og ólu hann upp og gáfu honum þessa framtíðarímynd sem vikapiltur.
Valur er félagi Svals og aldavinur. Hann þykir mjög rómantískur, en lendir samt iðulega í ástarsorg. Hann er oft kveikjan að ævintýrum þeirra félaga. Hann er blaðamaður eins og Svalur. Hann og persónuleiki hans er ekki síðri heldur en félagi hans.
Íkorninn þeirra heitir Pési, hann er krúttlegur og fjörugur og hefur bjargað þeim félögum á ögurstundu.
Aðrar persónur eru: The Comte de Champignac (man ekki hvað hann heitir á íslensku) sem er uppfinningamaður, Gormur sem er mjög skemmtileg persóna og svo eru það aðal vondu kallarnir: Zantafio og Zorglub.
Upplýsingar lauslega fengnar af:
http://www.geocities.com/CollegePark/Union/4246/SP RINT.html
Kv, Yaina