Darkfall Ætla að fjalla aðeins um væntanlegan MMORPG að nafni Darkfall. Afsaka heilan helling af enskuslettum en ég býst við að flestir skilji hvað ég á við, auðveldar að skrifa svona. :)

Darkfall er MMORPG frá grísku fyrirtæki að nafni Aventurine SA sem er enn í framleiðslu (beta testing núna held ég). Hann hefur mjög lítið verið auglýstur og nafnið er tiltölulega nýtt af nálinni í leikjaheimum. Aventurine var svo þagmælt um þróun leiksins að fólk var farið að halda að nýja fyrirtækið gat einfaldlega ekki staðið fyrir væntingum og verkefnið hefði einfaldlega gefið upp öndina, þangað til að þeir gáfu út nýjan ýtarlegan
trailer sem sýnir talsverðar framfarir með leikinn.

Darkfall státar af einstaklega frjálsri og opinni veröld með engum ‘instances’ þar sem spilarar hafa talsverð völd yfir umhverfinu. Það er erfitt að segja enn en heimurinn er mjög stór og getur rúmað allt að 10.000 spilara á hverjum server. Spilarar geta síðan stofnað clans og unnið að því að byggja heilar borgir handa sínu clani og fyllt þær síðan af NPC's. Það er svo auðvitað hægt að ráðast á aðrar player made borgir og rupla og ræna og eyða nokkurnveginn öllu nema þeim byggingum sem eru verndaðar af svokölluðum guild stone (það er reyndar hægt að eyða guild stones líka, en það er frekar strembið).
Bardagakerfið í leiknum virðist virka mjög líkt Oblivion, FPS/third person based, það er ekkert auto attack eða keyboard bashing, spilarinn verður sjálfur að sjá um hvenær það á að gera árásir, flýja, eða verja með músinni og nokkrum hotkeys.
PvP reiðir sig á því að vera mjög balanced þar sem equipment er frekar ómerkilegt enda er full-looting system í gangi þannig að Dvergurinn sem skar þig á háls á barnum í gær líst vel á bogann þinn þá kippir hann bara honum af þér (eða hvaða lúði sem er fyrstur að líkinu þínu). Armor og Weapons á að vera nokkuð auðvelt að endurheimta en ég get ekki ímyndað sér að leikurinn sé vinalegur fyrir vinalausan nýgræðing sem er drepinn níu sinnum á dag.
Einnig eru engin safe zone þar sem það er ekki hægt að drepa þig jafnvel þótt npc guards og mercenaries muni vernda þig í borgum og á skipum.
Bardagar geta orðið mjög stórir og lifandi, hvort sem það sé raid á stóra borg og spilurum og npc's sé hent inn í eina ringulreiðu, eða vel skipulögð árás spilara á dreka og hippógriffína og goblins og whatnot.

Það eru engir racial traits eða class restrictions, 95% af öllum skills í Darkfall er hægt að nota hjá öllum classes (misvel býst ég við) og races skipta bara máli uppá hverjum þú endar með í clan'i. Fyrir utan landbardaga með karakterum er einnig mjög víðáttumikill sjór og hver og einn spilari getur alveg eins ákveðið að verða sjóræningji og barist um yfirráð yfir afskekktum fjársjóðseyjum í sjóbardaga. Einnig verður hægt að berjast um á mounts.
Það eru 6 races í Darkfall, sem skiptast í þrjú factions.

Menn, Dvergar og Mirdain (álfar) eru saman í bandalagi.
Svo koma Orkar og Mahrim (Mahrim eru einskonar frumstæðir gangandi úlfamenn) sem eiga í frekar stirðu og tiltölulega nýju bandalagi.
Að lokum er síðasta race'ið, Alfar (einskonar jarðálfar, búa neðanjarðar, almennt illir og siðspilltir) sem eiga í engu bandalagi og geta því ráðist á sem flesta án alignment penalties.

Eins og ég sagði áðan er nokkurnveginn hægt að drepa allt og alla, en ef þú ræðst á og drepur meðlimi af þínu eigin race'i eða faction þá færðu alignment penalty en alignment á hverjum karakter getur verið frá -100 (ultimate evil) til +100 (paragon of good). Það er náttúrulega hægt að vera supervillain og ganga um með stóran hóp af svartklæddum riddurum og drepa allt í augsjón ef þú fílar það en sum quest og rewards seinna meir munu einungis vera aðgengileg þeim með gott alignment.

Release date hefur ekki enn verið birt svo hann er varla að koma út á næstunni, en ég held við getum beðið spennt :>


[Youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_bYYT6Wg3Gg
Gameplay Myndband.