ég er fastur á þeirri skoðun þessa dagana að Cannibal Corpse sé mainstream-underground.. svona mest þekktasta underground death metalið (sem er ennþá death metal)..

En það tengist reyndar ekkert því sem ég er að fara skrifa.

Ég hef verið að kynna mér andskoti mikið af hljómsveitum (þ.e.a.s. black metal, death metal og grindcore)
Ég rakst á nokkrar asskoti góðar hljómsveitir.

Ég vil benda ykkur á Aldebaran, hröð riff, svona hátt öskur, ekki svona rop urr heldur bara svona eins og þegar maður rekur tána í.
Þeir eru grindcore eða eins og eg kýs að kalla það “stuð metall” því að grindcore kemur mér alltaf í hoppu stuð, hápunkturinn á grindcore lögum (flestum) er bara svo fjörugur.

(Dæmi, Pleasures of War með Aldebaran og Girls Kick Ass með Fighting Shit)

Svo kíkti ég á svona eiginlega black metal hljómsveitina Fall Of The Bastards, sem er reyndar ein besta! metal hljómsveit sem ég hef hreinlega hlustað á! váá.

En svo byrjaði ég að kinna mér mikið svona Splattergore/horror metall (Þ.a.e.s. hljómsveitir eins og Splatterhouse, Impetigo og fleiri)

Splatterhouse er eins og flestar splattergore hljómsveitir, einn svona rop-urr gaur sem maður skilur ekkert hvað er að segja og svo einn sem gargar eins og guðveithvað.
Splattergore byrjar oftast á einhverju intro-i úr svona klassískum horror myndum, (eins og flestar horror metal hljomsveitir) en þeir breytast oft í svona stuð-metall (grindcore) inn í lögunum, og þá byrja meðlimir að nauðga hljóðfærum og allt í fullu.


Impetigo, veit ekki einu sinni hvað ég á að segja..
KONUNGAR SPLATTERGORE METALSINS myndi ég orða það, Ultimo Mondo Cannibale finnst mér vera ein besta Death Metal plata sem fyrirfinnst á þessari plánetu..
Impetigo eiga skrautlegan feril, nenni varla að fara nánar útí þetta.

Þetta sagði Allmusic um Ultimo Mondo Cannibale:
This Illinois quartet mixes death metal, grindcore, and superfast playing and ended up with one of the sickest albums in heavy metal history. Intense, shocking and many times gross, sick, and too brutal for words, it is highly unusual and eclectic, but definitely not for everyone.

Svo vil ég benda á Hollenska Death Metal bandið Gorefest.