Ég bara trúi því ekki að þú heldur að Dark Funeral ætlist til að við munum taka þessum orðum þeirra bókstaflega og gerum allt sem stendur í textum þeirra?
,,Svo var ítrekað verið að tönnlast á því að drepa kristna menn og hvað Jesús er mikill ræfill, sem að mér fannst kjánalegt. Hvernig eigum við að rísa ofar kristnu samfélagi og losa okkur við þennan böggul ef að við getum aldrei losað okkur við hann og gleymt honum? Burtséð frá því, þá hef ég alveg heyrt lög um hvað kristnir menn eru ömurlegir og allan þann pakka, en munurinn er sá að var sett einhver hugsun og vinna í þau.“
Fyrsta lagi. Þá þurfa ekki allir textar að vera um eithvað sem ÞÉR finnst vera raunverulegt og raunhæft.
Sumir taka þessu og finnast sama sem ekkert að þessu.
,,Svo má bæta við að textarnir í umslaginu eru mjög asnalega settir upp, með fullt af punktum, margföldum upphrópunarmerkjum og caps, algjör óþarfi.”
Ertu þá að tala um hvernig þeir eru settir upp á netinu eða í diskahulstrinu?
Dettur þér ekki í hug að þetta er til að auðvelda fólki að átta sig á textanum og tengja hann við tónlistina betur. Það er stundum erfitt að hlusta á black metal lag og raula textan með. Þannig þetta auðveldar það eflaust.
Og svo er þetta líka bara til að auðvelda þeim sjálfum.
Það er kannski rétt hjá þér að textarnir hjá Dark Funeral eru over the limit. En þeir eru ekki allir það. Það eru allveg nokkri textar sem standa virkilega upp úr.
Þó svo maður sé ekki nein andti kristni maður og þar að auki er ég allveg dottinn úr þeim gír að hlusta á svona tónlist. Þá er textin við lagið Godhate ekkert nema flottur.
Mundi prufa að hlusta á lagið og lesa textan í leiðinni. Good stuff.
thNdr notar facebot frá www.facebot.com
Tók fram að ég hafði keypt þennan disk þannig að ég hef hlustað á hann. Textinn var settur upp svona í umslaginu, sem að mér finnst asnalegt. Hvernig er hægt að taka eitthvað alvarlega sem að lítur út fyrir að krakki á gelgjuskeiðinu hafi skrifað á myspace síðuna sína?
Að sjálfsögðu geri ég mér grein fyrir því að þetta er ekki gert til að vera mér til hæfis, en það hindrar mig ekki í að hafa skoðun á því.
Svo tók ég fram að ég hafði hlustað á lög um svipað umfjöllunarefni og fundist þau góð, en að það væri ekki raunin í þessu viðviki. Málið var ekki að þeir væru over the limit, heldur blunt og illa unnir sem olli því að þeir hljóma eins og wannabe-evil-satanic-tr00-n3cr0-kvlt-evil-satanists. Skil svosem hvernig þér datt í hug að ég væri sérstaklega að tala um að fólk ætti að gera þetta, en það sem fór aðallega í taugarnar á mér er að (svo ég vitni í sjálfan mig): “að þeir hljóma eins og wannabe-evil-satanic-tr00-n3cr0-kvlt-evil-satanists.”
Það getur vel verið að það séu til góðir textar með þeim og allt það, en mér fannst það ekki vera raunin á þessari plötu. Dull, fyrirsjáanleg black metal sullblanda saman við illa unna texta sem eru sífellt meira og minna um heimsendi, hina þrettán herra, gather your legions og yadiya (já, aðrar hljómsveitir hafa ef til vill ekki fjölbreytt umfjöllunarefni, en þeim tekst ef til vill að láta þau í nýjan og ferskan búning(í það minnsta að láta textana ekki vera svona drasl þá)) er frekar súrt að mínu mati.
0