Seinn að svara…en málið er að bassaleikarinn þeirra dó eftir tourinn á Piece of Time (Roger Patterson), þá voru þeir búnir að skrifa slatta af nýju efni fyrir Unquestionable Presence þarsem Roger átti í hlut, þá fengu þeir bassaleikara CYNIC (Tony Choy) sem að spilaði á bassa á Unquestionable Presence og túruðu smá eftir það..en Tony Choy fór svo í Pestilence þannig að Atheist hættu í rauninni eftir þann disk og Kelly (söngvarinn) fór að stofna nýtt band.
Hann fékk svo símtal frá plötufyrirtækinu þeirra að þeir vildu fá aðra plötu frá þeim, þeir höfðu 40 DAGA til að skrifa og recorda plötuna. Aftur fengu þeir Tony..og þeir gerðu Elements á 40 dögum.
Hættu svo..og komu aftur saman í fyrra og spiluðu m.a á Wacken. Þeir eru í mismunandi projectum og ætla ekki aftur að gera aðra plötu undir nafninu Atheist.