http://static.metal-archives.com/images/2/3/2/7/2327_logo.jpg
Ef Slayer, Kreator og Testament er eitthvað sem þú kallar gott kaffi, þá ættir þú ekki að láta þig vanta þegar þýska thrash metal sveitin Contradiction kemur til landsins um miðjan júlí.
http://static.metal-archives.com/images/2/3/2/7/2327_photo.jpg
Sveitin hefur mestmegnis flogið undir radarinn hjá alþjóðaþungarokkspressunni hingað til, en á síðustu misserum hefur sveitin aldeilis verið að sækja í sig veðrið. Sveitin gaf út plötuna The Voice of Hatred 2005 og landaði strax tónleikaferðalagi með thrash meisturunum í Overkill. Í kjölfarið fylgdu svo tónleikar á Wacken Open Air 2005. Nýjasta plata þeirra, The Warchitect kom svo út 2006 og síðan hefur sveitin túrað stíft, og landaði m.a. túr með bandarísku risunum í Sacred Reich, en uppselt var á alla tónleika á þeim túr.
Sveitin er mjög reynslumikil, með 5 hljóðversskífur og nokkrar minni útgáfur á bakvið sig og aragrúa tónleika. Sveitin var stofnuð 1989 í Wuppertal í Þýskalandi og gaf út sína fyrstu plötu Rules of Peace 1993. Tveimur árum síðar kom út All We Hate! en eins og fyrir margar sveitir í svipuðum geira, þá var þungarokk ekki uppáhaldsstefna tónlistarbransans á þessum árum og lítið spurðist af bandinu fyrr en 2003, þegar sveitin “endurfæddist” með þriðju breiðskífu sinni Contraminated. Í kjölfarið fylgdu yfir 70 tónleikar á næstu tveimur árum og með fjórðu skífu sinni The Voice of Hatred fór boltinn að rúlla fyrir alvöru.
Rules of Peace
http://static.metal-archives.com/images/5/8/6/6/58661.jpg
All We Hate!
http://static.metal-archives.com/images/8/8/2/0/88200.gif
Contraminated
http://static.metal-archives.com/images/1/6/6/9/16697.gif
The Voice of Hatred
http://static.metal-archives.com/images/7/6/6/6/76664.jpg
The Warchitect
http://static.metal-archives.com/images/1/3/3/9/133920.jpg
Contradiction eru enn á uppleið með sinn feril en The Warchitect hefur fengið frábæra dóma úr þekktum tímaritum:
Rockhard: “The Warchitect is a top-level thrash-album from head to toe.” (8/10)
Metal heart: “…you will definetly get thrilled by THE WARCHITECT” (8/10)
Metal revolution: “Album of the month!” (9,5/10)
Heimavöllur Contradiction er samt sem áður sviðið og því má búast við ógleymanlegum þungarokkstónleikum þegar sveitin spilar hér á þrennum tónleikum 11. - 14. júlí.
11. júlí spilar sveitin á þungarokkshátíðinni Eistnaflug á Neskaupsstað ásamt rjómanum af íslenska þungarokkinu, þ.á.m. meisturum HAM. Sjá nánar á www.eistnaflug.is
13. júlí spilar sveitin á Húsavík, á tónleikastaðnum Gamla Bauk. Upphitun er í höndum:
Innvortis (sem eru að spila í fyrsta sinn í sínum heimabæ í langan tíma)
Dark Harvest
Atrum
Disturbing Boner
14. júlí spilar sveitin í Hellinum, TÞM, Reykjavík ásamt:
Severed Crotch
Dark Harvest
Agent Fresco
Ekkert aldurstakmark verður á tónleikunum 13. og 14. júlí og mun kosta 1000 kr (selt við hurð). Húsið opnar 18:00 í bæði skiptin og fyrsta band á svið 18:30. Athygli er vakin á að tónleikarnir í Reykjavík eru búnir snemma, eða um 21, þar sem bandið heldur af landi brott strax síðar um kvöldið.
Heimasíður Contradiction eru http://www.contradiction.de & http://www.myspace.com/contradictionmetal
Resting Mind concerts