Testament er ein af hljómsveitunum sem sköpuðu Thrash metalinn, ásamt, Metallica, Death Angel og Exodus. Á þessum tíma sem diskurinn var gefinn út skipuðu Testament þeim:
Chuck Billy-söngur
Eric Petersen-lead og rythm gítar
James Murphy-lead gítar
Steve DiGiorgio-bassi
Dave Lombardo-trommur
1. D.N.R. (Do Not Resuscitate): Lagið byrjar á dramtískri simfoníu sem er um í um 25 sek. Síðan byrjar lagið af miklum krafti. Gríðarlega flottur og hraður taktur í þessu lagi, enda afbragðs trommari hann Dave. Ótrúlega kraftmikið og flott lag, setja viðmiðið mjög hátt strax í byrjun. Frábært lag. 9/10
2. Down For Life: Þeir halda áfram af sama krafti, enda ekki við neinu öðru að búast, samt ekki alveg jafn gott og það fyrsta. Mjög gott lag, svo sem ekki mikið til að skrifa um þetta lag. Gott lag. 8/10
3. Eyes Of Wrath: Lagið byrjar á “glamri” á gítarnum, og svo kemur bassinn og trommurnar með. Eftir um 40 sek. af smá glamri (veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta) auka þeir þungann og setja í annan gír. Chuck Billy öskrar af krafti og lagið byrjar á fullu. Frábær riff í þessu lagi, flottar trommur. Nokkrir kaflar koma þar sem þeir fara í þetta rólega far um tíma, byrja síðan aftur á fullu. Mjög flottur söngur hjá Chuck í þessu lagi, ótrúlega flott rödd sem maðurinn er með. Fyrsta sólóið á disknum kemur loksins, ekkert alltof hratt, en mjög flott sóló sem passar fullkomnlega við lagið, eins og áður eru trommurnar frábærar. Einn færasti metal trommarinn í dag. 8.5/10 (er ekki hrifinn af því að gefa í hálfum tölum, bara gat ekki ákveðið mig hvort ég ætti að gefa þessu lagi 8 eða 9.
4. True Believer: Lagið byrjar á flottu plokki, bætist svo við flottur söngur frá Chuck, ásamt restinni af hljóðfærunum. Tempóið eykst og lagið byrjar. Hraðar og flottar trommur í laginu, þetta er bara geðveiki, enn og aftur. Flott sóló, hratt og kraftmikið, sýnir færni James greinilega. Flottur texti í þessu lagi “Now look what I have done. What I have become, I’m the chosen one”. Frábært lag, á erfitt með að lýsa þessu lagi, mig langar mest að syngja það fyrir ykkur, en ég ætla að sleppa því í þetta sinn. 9/10
5. 3 Days In Darkness: Gott lag sem byrjar ekki beint á fullu… en samt ekkert hægt. Flott viðlag og frábærar trommur í þessu lagi. Ég á soldið erfitt með að ákveða mig hvort mér finnst þetta gott lag eða ekki. Þetta er flott lag, en svo koma kaflar þar sem mér finnst þeir hefðu mátt gera þetta betur. Endar samt mjög flott. Ekki slæmt lag, en samt finnst mér þetta það versta til þessa á disknum. 7/10.
6. Legions Of The Dead: Byrjar af krafti, mjög hratt riff í byrjun og trommurnar mjög hraðar líka. Hreint út sagt mögnuð byrjun. Hraður söngur hjá Chuck, geðveikur gítar í þessu lagi, frábært lag, þvílíkur hraði og kraftur. Sólóið er í sama kaliber og lagið, mjög hratt sóló, en mætti þó vera lengra. Fremur stutt lag og sólóið mætti vera lengra, annars fengi þetta lag 10, en í staðinn fær það bara 9,5/10
7. Careful What You Wish For: Byrjunin minnir mig soldið á eitt lag með Marylin Manson sem ég man ekki hvað heitir, flott byrjun. Flottur söngur, bæði Chuck og bakraddirnar (sem ég veit ekki alveg hver syngur), mjög þétt og gott lag. Geðveikt flottar trommur í þessu lagi og riffið er mjög gott líka. Gítarsólóið kemur flott inní lagið og passar mjög vel inní, mætti vera lengra sólóið, en eins og titillinn segir, careful what you wish for! 8/10
8. Riding The Snake: Byrjar á gítar-og bassaplokki og svo byrja þeir á krafti. Mjög þungt og gott riff. Fyrsta skipti sem ég heyri e-ð almennilega í bassanum á disknum, er í þessu lagi. Þetta er bara svona solid lag, fínt lag en ekkert spes. 7/10
9. Allegiance: Minnir mig soldið á Pantera byrjunin á þessu lagi. Viðlagið frábært, flottur taktur í þessu lagi. Ég finn ekki mikið til að skrifa um þetta lag, en ég verð bara að segja að mér finnst þetta geðveikt gott lag, simply as that! 9/10
10. Sewn Shut Eyes: Flott riff í þessu lagi og takturinn ekki verri. Mér finnst Chuck syngja soldið eins og hann sé að ropa í þessu lagi… Þegar einhverja 2 min. eru liðnar af laginu kemur stef sem minnir mig á Iron Maiden, ekkert sérstakt Iron Maiden lag, bara líkt Maiden. Svo kemur gítarsólo og við það mjög hraður taktur undir í þessu fína sólói, ágætt sóló svo sem en trommurnar standa upp úr þarna. Fínt lag þarna á ferð. 8/10
11. Fall Of The Sipledome: Lokalagið byrjar ekkert of hratt, en síðan gefa þeir meira í og seta kraftinn í þetta. Gott lag, þétt lag, mjög flott og frekar dramtískt gítarsóló eftir hann Eric, án efa flottasta sólóið á disknum að mínu mati. Diskurinn endar á góðu lagi, gef því 8/10.
Þetta er fyrsti diskurinn sem ég hlusta svona almennilega á með Testament (á reyndar First strike still deadly en hann er bara samansafn af lögum með þeim, bara tekin aftur upp) og ég veit eiginlega ekki neitt um þessa hljómsveit.
Mér finnst þetta frábær diskur og gef honum 8/10 mögulegum. Ég veit ekki af hverju, en ég finn það einhvern veginn á mér að gaurar sem hafa heyrt fleiri diska með þeim finnst þessi diskur lélegur með þeim ,hann var gefinn út 2001, og þess vegna grunar mig þetta! Ég er allavegna að fýla þennan disk í botn og þessa hljómsveit. Markmiðið er allavegna að komast yfir fleiri diska með þeim, enda frábær hljómsveit hér á ferð.
Ég kann ekki rass á neitt hljóðfæri svo ég veit ekkert hvort þetta séu ömurlegir og einfaldir taktar eða einföld og ljót gítarsóló, mér finnst þetta bara vera mjög flottur hljóðfæraleikur!
Ég veit að þegar maður les þetta er þetta eins og að lesa svona morse skilaboð eða hvað þetta heitir nú allt saman, "Ég er hérna STOPP þú ert vitlaus STOPP, en ég reyndi að gera þetta eins og pro ;)
Endilega segið mér svo hvað betur mátti fara.
Undirskriftin mín