Garage Inc. að Robert Trujillo og St. Anger
Árið 1998 var svo endurgefinn úr Garage days diskurinn frá 1987 ásamt 11 nýjum lögum, m.a. lögin Whiskey in the jar, Die Die My Darling og Turn the Page, og sá diskur hlaut nafnið Garage Inc.(það var valið úr nöfnum einsog In Garage we trust, Four Guys-One Garage og Garageathon). Platan fylgdi samt ekki á eftir Black Album, Load og Re-Load(ss fór ekki í efsta sæti í USA). Nú árið 1999 ræddu liðsmenn Metallica við Michael Kamen, hljómsveitar-stjóra San Francisco sinfóníunnar um að Metallica og sinfónían myndi spila saman á tvennum tónleikum og sameina þarmeð tvær snilldir í tónlistinni. Áhorfendur í Berkley Community Theater í San Francisco voru fjandi ánægðir með tónleikanna, sum lög fengu meiri kraft með sinfóníunni, og einnig mörkuðu þessir tónleikar tímamót í sögu Metallica. Svo voru tónleikarnir gefnir út á plötu, og einnig voru þeir gefnir úr á DVD og VHS, en þessi plata náði öðru sæti á vinsældarlistum í Ameríkunni. Sumarið 2000 fór Metallica í Summer Sanitarium túr og áhorfendur og aðdáendur Metallica biðu spenntir eftir næstu plötu.
En biðin breyttist í ótta um það að Metallica myndi hætta þegar að, eftir nokkra orðróma þá hætti Jason Newsted í hljómsveitinni þann 17. janúar 2001, margir segja(og ég held að það sé rétt) að hann hætti vegna þess hversu illa var farið með hann. Það sem þeir gerðu við hann var að það hræðilegasta sem Jason fannst að bassinn var nánast útilokaður af …and justice for all, einnig fóru liðsmenn Metallica oft út að borða á fínustu veitinga-stöðunum og pöntuðu besta matinn og fínustu vínin, en þegar reikningurinn kom þurfti Jason að borga brúsann. Einnig var Jason oft vakinn um miðja nótt á hóteli þegar þeir voru á tónleika-ferðalagi og hann vaknaði við hnefa Hetfields og honum var hent allsberum útá gang og fötunum hans hent útum gluggann, og hann fékk ekki að taka þátt í að semja nema þrjú Metallica lög(en það eru Blackened, My Friend of Misery og Where the wild things are). Seinna játaði Hetfield í viðtali að hann var aðalmaðurinn á bakvið þetta og sagði að þetta hefði verið virkilega brutal.
En vitnað í meðlimina um Jason: James Hetfield: “Playing with someone who has such unbridled passion for music will forever be a huge inspiration. On stage every night, he was a driving force to us all, fans and band alike. His connection will never be broken.”
Lars Ulrich: “We part ways with Jason with more love, more mutual respect, and more understanding of each other than at any other point in the past. James, Kirk and I look forward to embracing the next chapter of Metallica with both a huge amount of appreciation for the last 14 years with Jason and the excitement of rising to the challenges that lay ahead to make Metallica shine brighter than ever.”
Kirk Hammett: “Jason is our brother. He will be missed.”
Hljómsveitin ákvað að senda James Hetfield í meðferð vegna eiturlyfjaneyslu og áfengissýki, og láta hann hvíla sig vegna bakverkja sem voru að fara með hann. Þeir komu svo aftur saman um vor 2002, endurnærðir eftir hvíldina og ákváðu að þeir voru loksins tilbúnir að gera nýja plötu en þá vantaði bassaleikara en þeir komust svo að þeirri niðurstöðu að Bob Rock myndi spila bassann á væntanlegri Metallica plötu, St. Anger, sem fékk heitið af trú Kirks Hammet(en hann er St. Christophers trúar) og reiði James Hetfields sem hann var oft við það að springa af. Breytingin við þessa plötu er að enginn gítarsóló eru, platan er hörð, Hetfield var ekki einn að semja texta og allir komu að lögunum, ekki Hetfield og Ulrich einsog mörg ef ekki flest Metallica lög.
Um haust 2002 ákváðu þeir að það væri nú betra að hafa bassaleikara. Fyrrum Suicidal Tendencies(sem þeir hittu á Summer Shed forðum daga, muniði?) og einnig var hann bassaleikari Ozzys Osbourne, Roberto Agustín Miguel Santiago Samuel Trujillo Veracruz, betur þekktur sem Robert Trujillo gekk til liðs við Metallica að fullu. Hann minnir aðdáendur Metallica á Cliff Burton því hann plokkar bassann með fingrunum.
1. Apríl 2003 var ég að hlusta á Radio-X. Þar heyrðist það að “eftir orðróma er loksins komið á hreint að James Hetfield, söngvari og gítarleikari Metallica er hommi!!!” Það þótti mikil undrun að þessi maður, maðurinn sem vinur minn miðaði karlmennsku sína við á yngri árum :P og einnig var hann nýbúinn að eignast barn með konu sinni, Francescu(þau eignuðust barn árið 2002 og tvö önnur árið 2000 og 1998). Ég veit ekki með ykkur en ég er ekki viss með það hvort hann sé hommi eður ei, hallast að því að hann sé ekki hommi.
Platan St.Anger kom út í Júní 2003 og fylgdi Metallica, Load og Re-load á eftir og fór í fyrsta sæti bandaríska vinsældarlistann, og lagið St. Anger varð mjög vinsælt um allan heim, og myndbandið var tekið upp í San Quentin fangelsinu. Seinast spiluðu þeir á Hróarskeldu.
Hér lýkur yfirreið minni yfir sögu Metallica, og hver veit nema eittvað meira gerist og þá vind ég mer í skrif á 4. hluta metallica :)
Takk fyrir mig
kv. Hearns