ótrúlega góð djöflaterta sem ég fann á netinu og prófaði að baka finst samt vanta aðeins meira súkkulaði bragð í kremuð, ég bakaði líka kökuna á tvem pönnum og svo er gott að stækka kremuppskriftina um þannig að þún sé 1 1/2
en vessa go..
Djöflaterta
Matarskammtur 12
Tími 2 klst.
Erfiðleikastig Miðlungs
Hráefni
• 2 1/4 bolli hveiti.
• 1/2 bolli kakó.
• 1 1/2 tsk matarsódi.
• 1 tsk salt.
• 100 g smjör.
• 1 bolli sykur.
• 1 tsk vanilludropar.
• 3 eggjarauður.
• 1 1/3 bolli kalt vatn.
• 3 eggjahvítur.
• 3/4 bolli sykur.
Matreiðsla
1. Hitið ofninn í 175°C.
2. Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós.
3. Bætið eggjarauðunum í einni í senn og hrærið vel á milli.
4. Bætið dropunum í.
5. Blandið saman hveiti, kakói, matarsóda og salti og bætið í smjörhræruna til skiptis við vatnið.
6. Þeytið hvíturnar, bætið 3/4 bolla af sykri í og stífþeytið.
7. Blandið varlega í hræruna með sleikju.
8. Setjið í smurt og hveitistráð klemmuform, 24 cm í þvermál, og bakið í u.þ.b. 60 mín. Kælið.
9. Takið úr forminu og kljúfið í tvennt. Kakan á að vera blaut.
10. Setjið krem á milli og súkkulaðihjúp ofan á.

Krem
Hráefni
• 100 g síríus suðusúkkulaði.
• 125 g mjúkt smjör.
• 2 eggjarauður.
• 75 g flórsykur.
Matreiðsla
1. Bræðið suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið.
2. Hærið smjörið þar til það verður létt og loftkennt (u.þ.b. 10 mín).
3. Bætið eggjarauðunum í, einni í einu og hrærið vel í á milli. Bætið sykrinum út í. Hrærið í u.þ.b. 5 mín. Hærið súkkulaðið saman við smjörkremið. Ef súkkulaðið er of heitt bráðnar smjörið og kremið eyðileggst.
all you need is love…