Grænmetislasagne Jæja, mér datt í hug að senda inn uppskriftina að uppáhalds matnum mínum sem er grænmetislasagne.


Tvær gulrætur
100 g blómkál
150 g spergilkál
Einn blaðlaukur
Ein rauð paprika
Tvö hvítlauksrif
Ein dós niðursoðnir tómatar(um 400 g)
Ein tsk oreganó
Einn grænmetisteningur
1/2 tsk salt
1/2 tsk svartur pipar
1/2 dl vatn

Ferskar lasagneplötur
1 dl rifinn ostur
Olía til steikingar


Þvoið grænmetið, flysjið gulrætur og skerið í bita, skerið kálið í hríslur, blaðlaukinn í sneiðar og paprikuna í ræmur.

Byrjið á að steikja hvítlaukinn á pönnu (gætið þess að brenna hann ekki) og setjið til hliðar.
Linið blaðlaukinn og paprikuna á pönnunni, bætið svo hinu grænmetinu út í og smá olíu og linið svolitla stund.
Svo má mæta tómötunum, kryddinu, teningnum og vatninu út í og látið malla í nokkrar mínútur.

Setjið í eldfast fat, þannig að grænmetissósan sé neðst, og svo til skiptis lasagneplötur og sósa og hafið sósu í efsta laginu. Semsagt; í flestum tilfellum tvö lög af pastaplötum og þrjú af sósu.
Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 190°c í 30 mínútur.


Gott er að bera þetta fram með nýbökuðu brauði og fersku Iceberg salati.