Fjórir bardagakappar hlutu blátt belti í Brasilísku Jiu Jitsu í Mjölni nýlega. Þessir fjórir eru Magnús Ingvi, Pétur Marel og bræðurnir Gunnar Páll og Jóhann Helgasynir.
Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Íslendingur gráðar menn í belti í BJJ en Gunni gráðaði strákana.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hina nýgráðuðu ásamt Gunnari og Bjarna Baldurssyni þjálfara hjá Mjölni. Magnús Ingvi og Jóhann krjúpa en standandi eru frá vinstri Bjarni Baldurs, Pétur Marel, Gunnar Páll og Gunnar Nelson. Hinir nýgráðuðu voru keyrðir gegnum stranga æfingu við gráðunina og eru nokkuð þreyttir á myndinni ;) Þeim er hér með óskað innilega til hamingju með frábæran árangur og verðskuldaða gráðun.