Hæ ég heiti mangi,
Ég á yfir 300 manga vídeospólur og langar í meira,
fjandakornið ég fer bara út, ætla til nexus að keyra.
Manga manga manga,
mig ekki langa,
að fara til eyja að spranga,
ég sit frekar heima yfir manga,
mætti halda að einhver væri búinn að mig fanga,
því ég kemst aldrei út á dranga.
ÉG geri ekkert nema að sitja,
og niður kexkökur brytja,
fyrir framan manga,
manga manga manga.
Ég hef eina kærustu átt,
hún átti svolítið bágt,
því hún var aldrei til,
sama hversu mikið ég það vil,
þá var hún bara manga.
Ó mig langa langa langa,
að fara út að fá mér líf,
en þegar 5 metra upp hæð ég klíf,
ég hníg niður, eins og leggjarhlíf,
því ég er svaka feitur,
og frekar föl leytur,
en það er ekki skrítið,
já ekki oggulítið,
því ég horfi bara á manga,
daginn liðlanga,
manga manga manga,
Manga