Þetta er mín fyrsta grein hér á huga, þannig að ég geri mitt besta ;)
Annan júlí 2006 tók ég við starfi sem Þjálfari Arsenal.
Stjórnin gaf mér 20 miljónir punda til leikmannakaupa en ég mátti ekki kaupa og kaupa.
Fyrir tímabilið fékk ég aðeins einn mann:
Leigthon baines – Vinstri Bak – 6.5 frá Wigan ( einu kaupinn á þessu ári )
Leigthon baines var ætlaður í byrjunarliðið.
Ég skipulagði sjálfur æfingaprógrömin og réð sjúkraþjálfara í lið mitt.
Ég notaði taktíkina 4-1-3-2 og lét þá spila mikinn sóknarbolta.
Byrjunarliðið mitt var svona:
Lehmann
Eboue – Toure – Gallas – Baines
Gilberto
Hleb – Fabregas – Rosicky
Henry – Van persie
Þetta lið notaði ég oftast eða næstum því alltaf.
Babtista meiddist fljótlega á tímabilinu og var frá í allt að 7 mánuði, og hann komst ekki í liðið á þessari leiktíð. En ég lét vara og u18liðið spila í league cup og eitthvað í FA cup.
Tímabilið byrjaði byrjaði vel, ég vann Man city 2 – 0 í fyrsta leik, svo vann ég Chelsea 3 – 0 á úti velli. En ég komst áfram í meistaradeildinni með sigri á Standard samanlagt 5 – 0 og ég dróst í riðil með Ajax, sporting CP og Spartak moscow.
Eftir fryrstu 5 leiki byrjaði ég að brillera og var taplaus í 13 leiki.
En í riðlakeppninni í meistaradeildinni vann ég alla leiki og var efstur allan tímann og í deildinni hélst nánast alltaf sama staða í deildinni, Arsenal efst. Chelsea í öðru, Man utd í því þriðja og portsmouth í því fjórða.
Í janúar glugganum voru keyptir tveir leikmenn:
Yann sommer – Markmaður – 1.3 M frá Basel
Yohann Péle – Markmaður – 2.8 M frá Le Mans
Mikið af þessum kaupum voru til að styrkja varaliðið mitt og byrjunarliðið mitt í framtiðinni, Auk þess lánaði ég nokkra leikmenn til lið í annari og fyrstu deild englands.
En eftir áramótinn dró til tíðinda ég vann league cup með 3 – 1 sigri á Portsmouth en Portsmouth, Bolton og Aston villa voru að spila feikilega vel í deildinni þetta tímabil og voru þessi lið alltaf í skottinu á Man utd og Chelsea í deildinni. En ég var alltaf í toppsætinu og hélt því þangað til ég byrjaði að gera jafntefli og tapaði oft í deildinni.
En ég dróst á móti lyon í meistaradeildinni en ég vann þá auðveldlega 5 – 1 samanlagt, en strax eftir sigurinn á móti Lyon vann ég öruggan sigur á Man utd 4 – 0 ég var að brillera á móti stórliðum. En næst dróst ég við Valencia í CL en vann þá 3 – 1 samanlagt þannig ég var kominn í undanúrslit og mætti Real Madrid, ég hélt að ég myndi tapa þessum leik því lehmann og henry voru meiddir þannig ég lét pele og aliadier spila fyrir þá og viti menn ég vann þá 1 – 0 samanlagt, ég var mjög ánægður með það að komast í úrslit á móti AC Milan, þá var komið að úrslitaleik Meistaradeildarinnar 07 , ég byrjaði vel og komst 1 – 0 yfir á 13 min en Gilardino jafnaði metinn en stuttu seinna komst ég aftur yfir með marki frá Gilberto Silva en þeir jöfnuðu á 70 mínútu og allt stefndi til vítaspyrnukeppni en viti menn Aliader skoraði á 90 mínutu og trigði Arsenal Meistaradeildinna í ár, sannarlega stórleikur.
Tímabilið fór svona:
Efstu lið :
1. Arsenal - +45 – 82 stig
2. Chelsea – +30 – 80 stig
3. Mn Utd - +28 – 65 stig
4. Portsmouth - +5 – 65 stig
5. Tottenham - +18 – 63 stig
Markahæstu menn :
Van Persie – 26 mörk
Didier drogba – 21 mörk
Leikmaður ársins :
Van persie
Van persie var að standa sig feikilega vel og var alltaf í byrjunarliðinu, ég er byrjaður á nýju seasoni og ég skrifa frammhald af því seinna.
Takk fyrir mig.
A.t.h þetta var mín fyrsta grein á huga, og endilega látið vita ef eitthvað vantar.