Jæja, þá var komið að því að láta til sín taka loksins með l'pool, hefur aldrei gengið vel með þeim og yfirleitt bara þraukað 1 tíambil með þeim og skitið á mig. ég er búinn með nokkur tímabil og ætla að segja frá þeim í jafnmörgum greinum með smá millibili svo einhver nenni að lesa það :) jæja enjoy.
————————————————
jæja það var komið að því að starta tímabilinu. Var ég nokkuð bjartsínn um gengið mitt en ákvað að breyta liðinu ekkert fyrir fyrsta tímabil.
ég stillti upp 4-4-2 Formation í svoldið sóknarlegum stíl.
og var liðinu stillt upp svona.
———–Dudek————
|
finnan-hypia-carragher-riise
|
Garcia-Gerrard-Alonso–Kewel
|
——-Crouch–kuyit——–
hafði ég Dudek í markinu eftir að Reina stóð sig mjög illa í upphitunarleikjum.
það var komið að fyrsta leiknum og var það gegn chelsea í CS. fór ég fullur sjálftrausti í leikinn, með reina reyndar í markinu(hef aldrei líkað við dudek).
leikurinn fór ekki allveg eins og ég vildi og var ég gjörsamlega niðurlægður af Chelsea í þeirra 0-5 sigri á mér.
Ekki var ég mjög sáttur en ákvað að vera ekki of harður við leikmenn mína þar sem ég var nú einusinni nýkominn í starfið.
næstu leikir voru gegn Man Utd heima og Tottenham úti og tapaði ég báðum þeim leikjum 0-2 og 2-1 og virtist allt ætla að ganga eins og vanalega, lélegt gengi með L'pool.
jæja svo gerðist eitthvað og ég vann 4 leiki í röð, Chelsea eitt af þeim áður en ég tapaði síðan gegn Newcastle 0-2.
gékk deildin upp og niður fyrir áramót og allt leit út fyrir að ég mundi vera í 10-5 sæti þegar upp var staðið.
en svo komu áramót og ákvað ég að reyna að breyta eitthvað til í mínu liði.
Leikmenn sem ég seldir voru.
Mohammed Sissoko 7m (Porto)
Daniel Agger 6m (Milan)
samtals 13m
bað ég síðan stjórnina um smá aukapenning til að kaupa leikmenn og ég fékk það eins og skot og ákvað ég þá að versla.
Luke Moore 12m (Aston Villa)
Jermain Jenas 8m (spurs)
Jermain Defoe 7,25m (spurs)
samtals 27,5m
stillti ég liðinu þá svipað upp og áður nema að ég tók Dirk Kuyit út og notaði Moore og Defoe til skiptis þar, og notaði síðan Jenas í stöðu Gerrard og setti Gerrard á kanntin og Garcia á bekkin þar sem hann spilaði best.
seinnipartur leiktíðan gékk eitthvað aðeins betur
og byrjaði ég á því að vinna tottenham 3-0 þar sem Defoe skoraði eitt og Jenas átti þátt í öllum mörkum.
síðan komst ég á skrið, náði 15 leikja göngu þar sem ég tapaði ekki leik, og þegar upp var staðið endaði ég í 3 sæti deildarinnar með Chelsea og möðru og Arsenal í fyrsta.
komst í 4 umferðí deildar bikarnum en tapaði þar á móti Wigan 2-5.
6 umferð í FA bikarnum og sáum Ipswich menn þá fyrir mér og unnu mig 1-0.
Meistaradeildin.
hún gékk mjög vel og komst ég uppúr riðlinum með fullt hús stiga og leit út fyrir að ég kæmist allavega í undanúrslit.
en þá komu risar að nafni Real Madrid í fyrtu útsláttarumferðinni og töpuðu fyrir mér á Anfield 1-0 en tóku svo til hendinni og komust örugglega áfram með 0-3 sigri á heimavelli sínum.
mjög góður árangur að mínumati og var ég mjög sáttur við liðið mitt. Gerrard Valin leikmaður ársins af stuðningsmönnum en því miður fengu engnir leikmenn mínir önnur verðlaun.
———————————————–
jæja síðan er bara að bíða eftir næstu grein því mig langar að segja ykkur meira þar sem ég beitti “nýrri” taktík í leikmannakaupum sem ég hef aldrei notað áður ;)
kv. Sindri