http://www.pmanager.org/
Fótboltastjórnunarleikur í rauntíma þar sem að þú tekur við liði í íslensku deildinni sem að þú skírir sjálfur og færð tilbúinn leikmannahóp.
95 Íslendingar eru skráðir fyrir liði í þessum leik en íslenska deildarkerfið getur höndlað 210 spilara. Því er nóg af plássum laus í þessum frábæra leik sem ég er orðinn svolítið háður enda gengur mér vel, og þá er þetta bara eins og FM, alger fíkn :).
Úrvalsdeildin
B-2 (deildin mín..er að flengja hana)
Nokkur góðráð fyrir verðandi spilara:
*Ísland er frekar nýtt land á PManager mælikvarða og er þar með landsliðið frekar lélegt og fáir góðir ungir leikmenn frá Íslandi. Því væri það sterkur leikur að byrja á því að uppfæra Academy upp í Passable að minnsta kosti á fyrsta tímabili. Gæti líka skilað ykkur þokkalegum leikmönnum og þegar að þú verður kominn með World Class akademíu eins og Tindastóll þá muntu ekki sjá eftir neinum af þeim peningum sem fóru í að gera þér það mögulegt.
*Það að kaupa dýra leikmenn og eyða öllum peningunum í þá er ekki sterkur leikur. Frekar að ráða góðann þjálfara og uppfæra Academy.
*Mikilvægt að skipuleggja training, mjög gáfulegt að hafa alla að æfa það sama og liðið er stillt á að þjálfa (Global Training) annars þjálfast þeir bara 75% af því sem þeir gætu verið að þjálfast.
*Leikmenn bæta sig langhraðast þegar þeir eru ungir.
Þetta voru svona nokkrir punktar fyrir ykkur, það sem ég hef reynt að hafa að leiðarljósi og hingað til gengur allt eins og í sögu :). En ég er bara búinn að spila þennan leik í mánuð eða eitthvað svo ef að þið hafið einhverjar spurningar um hann þegar þið eruð búnir að skrá ykkur þá komiði á Íslenska forumið og spyrjið að vild.
Endilega skráum okkur og gerum Ísland að stórveldi..eða allavega stærra á PManager mælikvarðanum en það er í dag. :)