Þetta er kynning á Manager leiknum Hattrick þetta er almennur texti sem gerður var á spjallinu og hefur byrst á fleirum ein einum stað ég var beðinn um að senda hann hingað inn.

Hattrick er ókeypis manager leikur sem er spilaður á netinu og spilast á rauntíma. Núna eru um það bil 460 Íslendingar sem spila leikinn í 4 deildum. Hver þjóð hefur sína deildakeppni og skiptist hver deild í riðla. Úrvalsdeildin er 1 riðill, í 1. deild eru 4 riðlar, 2. deild 16 riðlar og í 3. deild eru 64 riðlar. Í hverjum riðli eru 8 lið.

Eins og áður sagði gerist leikurinn í rauntíma og tekur eitt tímabil 14 vikur. Skiptist vikan í einn deildarleik (spilaður á sunnudegi) og einn bikarleik (spilaður á miðvikudegi). Þannig að maður þarf ekki að vera að logga sig inn á hverjum degi til að vera vel virkur í leiknum. Þegar maður er dottinn útúr bikarnum þá spilar maður æfingaleiki í staðinn og getur maður spilað gegn liðum allsstaðar að úr heiminum. Hver leikur spilast líka á rauntíma, þ.e. hann tekur 105 mín. í spilun (2x 45 mín. hálfleikar + 15 hálfleikur) og fylgist maður spenntur með á meðan leik stendur.

Leikurinn fer fram í tilbúnum heimi, þ.e. leikmennirnir í leiknum eru ekki byggðir á alvöru fótboltamönnum eins og CM eða FM. Í hverri viku getur maður náð í einn leikmann úr unglingaliðinu sem maður annað hvort selur eða þjálfar upp sjálfur. En þjálfun er ein helsta tekjulindin í leiknum og skiptir því máli að koma sér upp þjálfunarplani í byrjun. Kaupa sér unga menn til að þjálfa upp og gera verðmeiri til að selja síðar meir, en ekki eyða öllum peningunum í vallarstækkun eða rándýra leikmenn sem geta ekki neitt.

Kaup og sala á leikmönnum fer fram með uppboðskerfi, þ.e. seljandi setur mann á sölulista með ákveðið byrjunarverð og kaupendur bjóða svo í kappann og sá sem býður hæst fær hann.

Ísland eins og allar þjóðir í leiknum hefur sín landslið, bæði A-lið og U20-lið sem keppa í undankeppni HM og reyna að komast í úrslitakeppnina. Augljóslega eiga stærri þjóðir meiri möguleika þar sem þær hafa úr fleiri leikmönnum að velja, en því skemmtilegra er að vinna þessar þjóðir. Landsliðsþjálfarar eru valdir af spilurunum sjálfum og eru kosnir til tveggja tímabila í senn.

Vissulega tekur það tíma að verða gott lið í leiknum, Róm var ekki byggð á einum degi, en það er spennandi og gaman að fylgjast með liði sínu styrkjast. Einnig er í leiknum öflugt spjall þar sem reyndir spilarar hjálpa nýjum með glöðu gleði. Oft er menn teknir í nokkurs konar fóstur.

Það eru um 800.000 spilarar um allan heim og oftast eru um 40.000 – 60.000 spilarar loggaðir inn í einu svo eins og sjá má er hattrick samfélagið orðið mjög stórt. Fyrir marga er það einmitt hattrick samfélagið sem er skemmtilegasti hluti leiksins. Íslenskir leikmenn spjalla saman á íslensku auk þess sem menn ræða um allt milli himins og jarðar í alþjóða-hattrick samfélaginu á þúsundum spjallsíðna.

Hér eru tenglar á 4 síður. Leikinn sjálfan, íslenska síðu sem fjallar um leikinn og tvær tölfræði síður sem veita skemmtilega innsýn í leikinn og allir hattrick spilarar skoða vel.

http://www.hattrick.org
http://www.htisland.bjarkih.com
http://island.alltidhattrick.org
http://island.hatstats.info