Ég var Manchester United því það er svona vani hjá mér að vera þeir í ca. tvö season í hvert skipti sem ég spila nýjan managerleik.
Keypti tvo leikmenn, Borre á 1,6m og Sanli Tuncay á 6,25m, svo kom Jon Obi Mikel 1. jan. Seldi engan.
Ég nenni ekki að fara út í smáatriði með leikina en segi frá allri helstu tölfræðinni.
Ég sló út Chelsea í öllum keppnum heima fyrir, FA Cup og League Cup, en datt samt úr leik í 6. umferð og 4. umferð.
Vann Meistaradeildina, var í riðli með Udinese, Villareal og Fenerbahce, vann 5 og eitt jafntefli. Fór erfiðu leiðina þaðan og sló fyrst út Juventus samtals 3-2. Fór þaðan að etja kappi gegn Bayern sem ég vann samtals 7-5. Milan voru næstu andstæðingar og fóru leikirnir 3-3 og 3-2, samtals 6-5. Í úrslitum keppti ég gegn Liverpool. Var 2-0 yfir í hálfleik en þar sem manager er mjög týpískur þegar kemur að úrslitaleikjum þá fór hann í vító þó að ég var mun sterkari aðilinn en ég vann þá keppni 4-2 án þess að klúðra víti. Allt hörkuspennandi leikir sem höfðu kætt flesta væru þeir í sjónvarpi og enduðu með mjög sætum sigrum:)
Var í efsta sæti í deildinni í 34 umferðir, sem sagt síðan úr 4. umferð fyrir þá sem kunna ekki að reikna, og endaði 17 stigum fyrir ofan Chelsea. Vann 27 leiki, gerði 9 jafntefli, tapaði tveimur og var með markatöluna 95-33 og 90 stig
38 27 9 2 95 33 +62 90 <<< flott gert ;)
Hérna kemur smá tölfræði…
*Rooney valinn bestur og Nistelrooy í 2.
*Ronaldo valinn besti ungi leikmaður og Richardson í 2. sæti
*Ég valinn besti knattspyrnustjórinn
*Rooney næstmarkahæsti í deildinni, og með 3. flottasta mark tímabilsins, en hann skoraði 45 mörk í 48 leikjum. Nistelrooy með 38 í 27 leikjum því hann var meiddur um tíma. Svo skoraði Tuncay 21 mark en hann var langoftast á vinstri kanti.
*Ronaldo stoðsendingahæstur með 28 assists. Rooney, Tuncay, Richardson og Heinze fylgdu í kjölfarið með 16, 14, 12 og 11 assists.
*Rooney og Keane voru með flest gul eða 7 samtals og rauðu spjöldin tvö hlutu Keane og Borre
*Stærsti sigurinn var 7-2 á útivelli gegn Villareal þar sem ég var einum færri frá 8. mín og var það líka leikurinn sem mest var skoraði í
Stærsti sigurinn í deildinni var 5-1 heima gegn nokkrum liðum, m.a. Arsenal, og leikurinn sem mest var skorað í var 4-3 tap gegn Portsmouth á útivelli en sá leikur var skandall að minni hálfu
*Stærsta tap var 4-2 gegn Bayern á útivelli, sem sagt tveggja marka tap
*Fór mest í gegnum 19 leiki án þess að tapa og vann mest 11 leiki í röð en fór mest 5 leiki án þess að vinna leik.
*Rooney skoraði fimmu í 5-2 sigri gegn Birmingham og skoraði ekki neinn meira en það í einum leik
Margir spurja sig hvað ég gerði við Giggs fyrst ég seldi hann ekki en notaði samt Tuncay og Richardson á vinstri. Svarið er meiðsli. Hann meiddist 5 sinnum á tímabilinu og alltaf daginn eftir að hann resume-aði full training með einni undantekningu. 3weeks-month-2weeks-3weeks-2weeks leit þetta nokkurn veginn út.
Kallinn náði samt að leggja boltann fyrir annan til að skora 5 sinnum í þessum 10 leikjum sem hann spilaði í.
Svona líta leikirnir hjá mér c/p næstum beint úr profilnum…
Matches Played: 59
Goals Scored: 153 (2,6 í leik)
Goals Conceded: 64 (1,1 í leik)
Yellow Cards: 57 (1,0 í leik)
Red Cards: 2
Average Attendance: 66022 (það finnst mér ekki gott)
Amm…held bara að þetta sé komið og hef ekkert meira að segja nema að þótt ég hafi verið Man. Utd. þá telst þetta samt impressive árangur því mér hefur ekki gengið svona vel tölfræðilega séð áður :D
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”