Þrátt fyrir að myndin sé tekin á 1/40 þá er nánast ómögulegt að ná fram þessum effect á 10 mm, eins og um ræðir í þessu skoti.
Ég vona að Elvar sjálfur svari mér, heiðarlega - hvort að hann hafi ekki bætt við einhverjum til að ná fram þessari aukinni hreyfingu á bílnum.
En eins og ég sagði áður, þá finnst mér þessi mynd allveg frábær, það besta kannski að staurinn halli til vinstri, rétt eins og beyjan sjálf og gefur þá ímynd að beyjan sé djöfull kröpp og erfið.
Aftur vil ég lýsa yfir óánægju með vinnsluna, sem ég er mjög viss um að hafi verið gerð að eihverju leyti með motion blur fídus, eða einhverju sambærilegu úr td. Photoshop.
Þrátt fyrir að önnur vinnsla en sú, sé mjög hæfileg (það sem var líklegast gert í Lightroom, sem ég nota sjálfur mikið og kannast við).
Hugmyndin með commentinu mínu var ekki að stofna til rifrilda eða dissa þessa frábæru mynd elvars, heldur einungus sú að benda honum á það sem hefðu mátt fara betur og þar með kannski gera hann að enn betri myndasmiði en hann er þegar.
Og nei, ég er ekki freðinn, en hvað meinar þú með “post processa það í köku” ?
Bætt við 19. ágúst 2008 - 13:56
Í línu #3 á að standa: hvort að hann hafi ekki bætt við einhverjum filterum til að ná fram þessari aukinni hreyfingu á bílnum ?