Brennivídd (focal length)

Þetta er, í grunnatriðum, hversu mikið linsan “zoomar” eða hversu langt hún sér eða stækkar. Linsa sem hefur 200mm í brennivídd stækkar mikið (hefur lítið sjónsvið), á meðan linsa sem er 15mm hefur mjög vítt sjónsvið. Brennivídd zoom linsna eru einkenndar með “-“ milli tveggja brennivíddstalna (18-55mm) á meðan fastar linsur (þær sem geta ekki zoomað) hafa bara eina tölu (20mm).

Lokunarhraði (Shutter speed)

Hann stýrir því hversu lengi sensorinn í digital vélum eða filman í filmuvélum verða fyrir ljósinu. Því lengur sem “shutterinn” er opinn því lengur verður sensorinn eða filman fyrir ljósi (ekkert of flókið neitt eh?) en þá er líka meiri hætta á að fá hreyfða mynd eða að ná ekki að frysta augnablikið (t.d í íþróttagreinum)
Þessi græja er innbyggð í myndavélina og á að duga alveg hel**** lengi!

Hvernig veit maður hvað er lágmarks hraðinn fyrir linsu án þess að mynd verði hreyfð? Vinsæl þumalputtaregla segir að minnsti lokunarhraði jafngildi brennivíddinni sem þið eruð að skjóta á. Ef ég er með 20mm linsu þá er, samkvæmt þessari reglu, 1/20 úr sek sá hraði sem þarf í minnsta lagi áður en myndin verður hreyfð. Þetta á sjálfsögðu bara við ef myndefnið er kyrrt og ljósmyndarinn ekki að sveifla myndavélinni meðan hann tekur mynd.


Ljósop (aperture)

Linsur hafa mismunandi stór ljósop. Bjartar eða hraðar linsur eru sagðar hafa stórt ljósop og útskýrist það af því að þessar linsur hleypa inn meira ljósi en aðrar á sama tíma. Stærsta ljósop linsu fæst með því að deila þvermáli glersins með brennivídd linsunnar. Þess er vert að geta að stærra ljósop er táknað með smærri tölu heldur en minna ljósop. Þannig er f/1.8 linsa bjartari/hraðari en t.d. f/4 linsa. (f/ = stærsta ljósop linsu) Þetta er mikilvægt að muna.

Ljósopið má minnka með græju sem er inn í linsunni sjálfri. Þessi græja samanstendur af nokkrum blöðum sem þrengjast utan um ljósstreymið og minnka ljósmagnið sem kemst í gegn. http://212.30.203.209/simalina/aperture.gif (fengin að láni héðan http://herron.50megs.com/aperture.htm)
En af hverju ætti maður að vilja þetta?

Í fyrsta lagi er fókusdýptin (depth of field = það svæði sem er í ásættanlegum fókus) því minna sem ljóspið er stærra. Ef ég vil fá stórt svæði í fókus myndi ég alls ekki skjóta á stærsta ljósopi linsunnar. Hérna er dæmi um mismunandi ljósop af sama vðfangsefni.

Ég skissaði upp mynd sem er kannski algert kjaftæði og á ekkert skylt við raunveruleikann, en hún útskýrði þetta alveg ágætlega út fyrir mig á sínum tíma.
http://212.30.203.209/simalina/okussvi%f0.jpg

Þar sem lítið bil er á milli línanna er “ásættanlegur” fókus. Þar sem línurnar skera hvora aðra er alger fókus.

Ég endurtek að þetta er ekkert endilega skylt raunveruleikanum en þetta er nógu góð útskýring fyrir mig (sjálfur veit ég ekkert um það)

Nú, í öðru lagi er það oftast (ég endurtek, oftast!) þannig að linsa er ekki upp á sitt besta þegar skotið er á stærsta ljósopi.

Dæmi: http://212.30.203.209/simalina/samanburdurljosop.jpg

Oft er talað um að f/8 sé “the sweet spot”.

ISO - Næmni sensorsin/filmunnar.

Ef að þið eruð að taka myndir í lélegum skilyrðum (lítið ljós, og ahugið að innilýsing í húsum á kvöldin er oftast ekki góð lýsing) þá þurfiði að hækka ljósnæmni filmunnar/sensorsins í vélinni, þá tekur filman/sensorinn hraðar upp ljós. Gallinn við þetta er að með hærri ljósnæmni fær maður noise eða suð á fallegri íslensku, inn á myndirnar. Það er í fáum orðum; ekki cool. Næmnisviðið er eitthvað í þessa áttina: 100, 200, 400, 800, 1600. Sumar geta “boostað” upp í 3200. En þetta er mismunandi eftir vélum (sumar bjóða uppá 50)


Sambandið milli ljósops og lokunarhraða.

Talað er um “stopp” á milli mismunandi ljósops og hraða. Sjálfsagt er hægt að bæta við fleirum stoppum undan og á eftir, en svona eru þau oftast:
1.4 - 2 - 2.8 - 4 - 5.6 - 8 - 11 - 16 - 22. Þetta eru heil stopp en það er hægt að velja um einhvern milliveg (á mörgum vélum er hægt að velja um stopp breytingar uppá 1/3 af stoppi)

Lokunarhraði hefur líka svona stopp en þau eru t.d:
8 sekúndur - 4 sekúndur - 2 sekúndur - 1 sekúnda - 1/2 sekúnda - 1/4 - 1/8 - 1/15 - 1/30 - 1/60 - 1/125 - 1/250 - 1/500 - 1/1000.
Sama gildir hér um margar vélar, hægt er að fara milliveg og breyta um hraða um 1/3 úr stoppi.

Þetta kerfi virkar þannig að hvert stopp hleypir helmingi meira ljósi inn en stoppið á undan. Ef ég tek mynd á 1/60 og tek aðra á 1/125 þá er helmingi minna ljós sem kemst inn á sensorinn/filmuna í seinni myndinni. Myndin verður því helmingi dökkari (að því gefnu að ljósopinu sé ekki breytt)

Það segir mér að mynd sem er tekin á 1/30 og f/2.8 er alveg nákvæmlega jafn björt og mynd sem ég tek af sama hlut með 1/60 og f/2.0. (þar sem ég hækka um eitt stopp og lækka um annað stopp í hvorum lið)

Ef ég hækka ljósop um 2 stopp þarf ég að að auka hraðann um tvö stopp ef myndin á að vera jafn björt.

Ég heyrði öðruvísi útskýringu eftir að ég lærði þetta og hún hljómar svona:

Ef þú ert með garðslöngu og þarft að fylla ílát af vatni þá þarftu ákveðinn tíma í að fylla það. Þessi tími verður minni ef að slangan er þykkari (stærra ljósop = hraðari lokunarhraði) En hinsvegar þarftu lengri tíma til að fylla ílátið ef slangan er mjó (minna ljósop= lengri lokunarhraða)

Hvernig get ég nýtt mér þessa vitneskju?

Dæmi: Það er dimmt úti og ég er með þrífót að taka landslagsmynd. Þar sem þrífóturinn sér um að halda vélinni kyrri skiptir engu máli þá lokunarhraðinn sé langt undir t.d 1/20 (séum við með 20mm linsu að miða við þumalputtaregluna) Nýtum frekar tækifærið og stillum ljósopið á 8, þar sem það á jú að vera “the sweet spot” , þar sem linsan er skörpust. Sama sagan er með ISO, myndavélin er grafkyrr og til þess að fá mestu gæðin set ég bara á minnsta mögulega: 100. Nú erum við að fá a) góða fókussdýpt, b) það besta sem linsan getur, og c) minnsta noise í myndina sem hægt er að fá.


Ég svara öllum spurningum og skrifa ef til vill aðra grein ef þið takið súper vel í þessa.

Kv. Alinsim.