Sælinú!

Keppnin menningarnótt gekk ekki sem skyldi, en hvað með það, nú er komið að næstu keppni!

Í stuttu máli sagt er þemað í þessari keppni.. landslag. Props to those who figured that out.

Síðasti skiladagur er mánudagurinn 11. september á miðnætti.

Keppnistímabilið er 4. september – 11. september.

Merkið myndirnar “Nafn myndar – Landslagskeppni”

Ég mæli með því að googla Rule of the Thirds og kynna sér þá reglu. Eða fara bara alla leið og googla Golden Mean en það er alveg stórundarlegt fyrirbæri (rule of the thirds er einföldun á Golden mean)

Almennu reglurnar
1. Myndin verður að vera tekin á keppnistímabilinu.
2. Notandinn sem sendir myndina inn verður sjálfur að hafa tekið myndina.
3. Myndin verður að vera minnst 480 pixlar á smærri kant
4. Notandi getur sent inn að hámarki tvær myndir.

Munið svo að stærri myndir en 1024x768 pixlar komast ekki í gegnum kerfið á huga.

Já, lengra verður það ekki, gangi ykkur vel!