En skiluru afhverju ég er pirruð yfir þessu? Fólk má ekki hafa tilfinningar og tjá sig, það er ekki því að kenna að því líður illa.
Getur þú nefnt eitthvað dæmi um það að fólk segist dýrka myrkrið og sársaukann og vilja ekki fá hjálp? Hvernig getur þú ,,vitað" að allir hér sem senda inn tilfinningaljóð, vilji ekki fá hjálp?
Öll lendum við í einhverjum hremmingum á lífsleiðinni, sum ljóðinn eru samin tengt þessari lífsreynslu. Önnur ljóð gætu verið samin af þunglyndri manneskju, og þið virðist bera mikla fordóma gagnvart manneskju sem er þunglynd eða bara þeim sem líður illa. Að hún eigi bara gjöri svo vel að fara af þessu áhugamáli, ekki senda in nein ljóð um líðan sína og bara lagast. Staðreyndin er sú að ef þau gætu lagað þunglyndi sitt sjálf væru ekki svo margir þunglyndir eins og raunin er.
Þunglyndir halda oft að það sé ekki hægt að lækna þá…það bara sé ekki hægt, þótt það sé nú hægt. Afhverju eru þau að semja þessi ljóð og senda þau hér? Það er mjög oft að tjá sig þegar manni líður illa, og sumum finnst gott að gera það í gegnum ljóð. Ég tel að þau sendi þau hér í von um stuðning eða pínu litla hjálp. Annars er fólk svo mismunandi svo ég get ekkert verið að segja hvað allir séu að gera :)
En reynið nú að sýna smá umburðarlyndi, það eru sem betur fer ekki allir eins og ég eða þú.
An eye for an eye makes the whole world blind