Ég ranka við mér í bíl, hef ekki hugmynd um hvar ég er/
Horfi í baksýnisspegilinn og hvað sé ég/
Ég sé lítinn blóðugann dreng, er þetta ég?/
Man ekki shit og veit ekki neitt hvað ég er að gera hér/
Get ekki sagt neitt þegar ég reyni að tala/
Það eina sem mér tekst að kreista útúr mér er “Mamma”/
Þegar ég lýt útum gluggann sé ég móður mína í fatla/
Sé ættingja mína á sjúkrabörum… er ekkert að fatta/
Sé mömmu labba til mín, get ekki spurt hana hvað er í gangi/
Eða hvað gerðist.. Hef ég misst málið?/
Ég sit bara í óvissu, veruleikinn er brenglaður/
Finn fyrir blóðinu.. sem lekur útúr eyranu/
Bílhurðin opnast og mamma dregur mig út/
Ég er nærri dauða en lífi, hvað gerum við nú?/
Reyni að rifja upp það sem gerðist en ég á engar minningar/
Svo er farið með mig strax í sjúkraþyrluna/
Viðlag x2:
Allt uppá nýtt, kemst ekki til baka/
Ég reyni að harka af mér, en ég bara væli/
Hef engum minningum að tapa/
Vona að enginn feti í mín fótspor og upplifi mína ævi/
Kominn á spítalan, finnst eins og ég muni ekki lifa af/
Risastórar nálar stingast inn í þennann litla mann/
Heyri læknana segja: “það dó 5 ára stelpa”/
Geri mér strax grein fyrir því að það er hún Elsa/
Stend alveg á gati, er eitt stórt spurningamerki/
Það eina sem mér dettur í hug er hvað ég á mikið eftir/
Get varla hreyft mig né andað, “hvað skeði?”/
Er það seinasta sem ég hugsa áður en ég fell í svefninn/
Á ganginum á spítalanum sitja ættingar mínir/
Fella tár, allir fullir af áhyggjum um líf mitt/
Læknarnir koma sveittir fram, þurfa að tala við mömmu/
Þeir segja henni að hún ætti ekki að búast við öðru/
En að ég muni aldrei vakna upp/ En ef það myndi gerast
Væri ég heyrnarlaus, mállaus og að öllum líkindum lamaður/
Mömmu minni bregður þegar hún fær þetta að vita/
En lætur það ekki skipta og segjir: “Sonur minn mun lifa!!”/
Viðlag x2
Vakna upp.. get talað, get tjáð mig/
Sé alla koma inn brosandi í gegnum tárin/
Finn til svengdar, en fæ næringuna í æð/
Finnst eins og ég hafi byrjað ævina í gær/
Er núna búinn að kynnast því að lífið er drusla/
Sex ára gamall að byrja nýtt upphaf/
Bara ef ég hefði verið jafn heppinn og Ylfa/
Samt er ég bara feginn að hafa lifað..
Viðlag x2
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað