Þú ert að tala um pakka fyrir um 450 dollara með sendingarkostnaði.
Það þýðir um 350 - 380 dollara af vörum.
Ef ég set saman ódýrasta Ion pakkann hjá Paintball-online.com þá er það svona :
Ion merkjari - 225 dollarar
PMI 3000/48 loftkútur - 60 dollarar
JT Spectra gríma - 38 dollarar
Viewloader Revolution X-Board hopper - 47 dollarar
Smart Parts Sleek Lube smurolía og o-ring kit - 20 dollarar
Straight shot Squeegee - 9 dollarar
Hér er sparað með ódýrustu grímu, loftkút og hopper sem er samt af þeim gæðum sem duga.
Samtals : 399 dollarar eða um 470 - 500 dollarar með sendingarkostnaði.
500 * 1,1 tollur = 550
550 * 1,245 VSK = 685
685 * 64 kr = 43.800 kr.
Þannig að þetta gæti verið á svona 43 - 45 þúsund.
Munurinn á þessum pakka og 70 þúsund kr. pakka er minni loftkútur, dugar í færri skot. Hann er líka úr stáli, ekki trefjagleri og er því þungur miðað við stærð.
Gríman er alveg þokkaleg thermal gler gríma, en JT pro-flex eða Dye Invision eru mýkri og léttari.
Hopperinn er ekki eins hraðvirkur og Halo, en dugar alveg, sérstaklega meðan þú ert ekki búinn að ná yfir stöðugum 8 - 10 kúlum á sek hraða á gikknum.
kv,
Guðmann Bragi