Fyrsta spurning : Hvað viltu eyða miklu ?
Fyrir um 70 þúsund færðu flottan pakka sem við köllum byrjendapakka, en er margfalt betra en það sem við kölluðum byrjendapakka fyrir þremur árum.
Það sem hefur breyst er tvennt :
Tilkoma Ion merkjarans frá Smart Parts sem er ódýr elektrónískur merkjari
Við erum alveg hætt að mæla með kolsýrukútum og mælum eingöngu með loftkútum. Þannig er allir hlutir orðnir alveg “pro”-level, en Ion merkjarinn er svona Semi-pro.
Pakkinn er
Ion merkjari : 26 - 28 þús
Halo hopper : 12-14 þús
68/4500 loftkútur : 20 - 25 þús
squeegee, burðarbelti með pottum, smurolía, þéttihringir og slíkir smáhlutir því meðfylgjandi : 7 - 10 þús
Þetta er því einhver 65 - 75 þúsund
ATH : Mjög fljótlega ágiskuð verð, kannski í hærri kantinum, en ekki svo mikið held ég.
Fyrir utan merkjarann, þá er þetta “pro”-hlutir, þannig að verðið fyrir utan merkjarann er um 40 þúsund.
Það eru margir mjög hrifnir af Smart Parts merkjurum, t.d. Shocker. Grétar og Valur geta sagt þér allt um þá og hvað þeir kosta.
Ég hef alltaf verið veikur fyrir því sem Planet Eclipse gerir, Eclipse Autocockerarnir voru frábærir og Ego er pottþétt val. Ego7 væri á um 130 þúsund, þannig að Ego pakki væri á um 170 þúsund með hopper, loftkút og því.
Etek er litli bróðir Ego, nokkuð ódýrari
eða á um 75 - 80 þúsund.
En ef þú vilt fara í alveg pró, þá eru til “Team”- útgáfur af Ego. T.d. Dark Ego á um 170 þúsund.
kv,
Guðmann Bragi
Bætt við 2. maí 2007 - 17:53
Grímur eru mjög persónulegt val og fer mjög eftir smekk, höfuðstærð, andlitsfalli og slíku hvað manni finnst passa sér.
JT Flex-7 eða JT Pro-Flex er það sem mér finnst þægilegast. Þær grímur eru líklega á um 7 - 8 þúsund….
Öll verð eru líklega í hærri kantinum hjá mér, þannig að mögulega er Ion Pakkinn á um 70 með grímu. Þá er Ioninn á um 25 þús og hopper, tankur, gríma, belti og aukahlutir á um 45.
Svona cirka :-)