Við sem æfum litbolta erum með mun fullkomnari útbúnað en er til leigu fyrir gesti og gangandi. Sömuleiðis eru vellirnir sem við spilum á töluvert öðruvísi en vellir sem leigður er aðgangur að. Þessu má líkja við að leigja go-kart bíl og keyra nokkra hringi eða eiga sinn eigin formúlubíl og keppa á keppnisbraut.
Við köllum græjuna okkar merkjara, ekki byssu. Þetta er íþróttatæki, ekki vopn. Munurinn á merkjara eins og þeim sem notaðir eru til æfinga og keppni og þeim sem eru leigðir liggur í fyrst og fremst í nákvæmni og léttleika í virkni.
Við æfum og keppum á völlum sem eru algjörlega speglaðir um miðjuna. Þannig er hvort lið með sams konar vallarhelming til að sækja upp og jafna möguleika hvorum megin sem er byrjað. Í keppnum er takmarkið að ná fána úr heimahöfn andstæðinganna og koma honum í eigin heimahöfn innan leiktímans. Keppt er eftir stigafyrirkomulagi, þannig að leikurinn vinnst á því að skora stig.
Alvöru keppnisvellir byggja á byrgjum úr loftbelgjum, sem eru úr þykku efni svipuðu og gúmmíbátar (Zodiac). Belgirnir eru lagðir á slétta grasflöt sem er 66 x 44 metrar að stærð.
Viltu æfa litbolta ? Hafðu samband á paintball@simnet.is.
Við æfum / spilum á sunnudögum. Áhugasömum er velkomið að koma á æfingu og fylgjast með og fá jafnvel að prófa. Hafið samband á netfanginu hér að ofan.
Hér á hugi.is/litbolti er fjöldi ljósmynda og kvikmynda frá Litbolta, bæði frá okkur hér á Íslandi og erlendis frá.
Ljósmyndir
Kvikmyndir
Evrópumeistaratitillinn byggir á röð 5 móta sem haldin eru frá apríl til september víða um Evrópu. Samanlagður árangur frá öllum mótunum gildir til Evrópumeistaratitils, en af fjárhagsástæðum hefur íslenska landsliðið einungis tekið þátt í einu þessara móta hvert sumar.
Þrátt fyrir það raðast landsliðið í 74. sæti af 284 liðum sem þátt tóku á árinu 2004. Það er virkilega góður árangur.
Safn frétta frá Campaign 2004
Sigurganga Icelanders í London
MYNDIR FRÁ CAMPAIGN CUP
9. sept, kl 12:20
9. sept. kl 21:00
10. sept. kl: 22:00
11. sept. kl 19:50
Pro-liðin keppa ekki í 7-man að þessu sinni heldur í X-Ball. Div I er því það sem áður hét Amateur A, Div II er Amateur B og Div III er Novice. Eftir árið í ár verða liðin fest í deildir eftir árangri og lið munu vinna sig upp um deild eða falla niður um deild eftir árangri 2005.
Föstudag kl. 14:10 AWOL Ireland, Div III, 99 stig
Laugardag kl. 08:20 Dynamic, Div II, 97 stig
Góða skemmtun
5. sætið staðreynd.
TIL HAMINGJU ICELANDERS!!!
AWOL Ireland vs Icelanders
Icelanders vs Quake
Þau eru komin á völlinn og byrjuð að leggja niður leikskipulagið. Veðurspáin er þokkalega góð og vonandi að það haldist. Í kvöld koma fréttir af tímasetningum leikjanna á morgun og laugardag.
Þau munu keppa við þessi lið. Stigin eru þannig gefin að 100 stig eru hámark við sigur, liðið missir eitt stig fyrir hvern mann sem það missir. Tapliðið fær 3 stig fyrir hvern andstæðing sem það merkir út af.
Eftir fyrri daginn eru Icelanders í 2. sæti í Div III, sem er frábær árangur. Þau eru með 4 leiki unna og 1 tap. 16 efstu liðin eftir morgundaginn komast áfram í úrslitakeppnina á sunnudag.
Icelanders eru í efsta sæti þriðju deildar.....WooHOOOOO.
Þau unnu fjóra og töpuðu einum í dag. Stigin eru hér að neðan, en þau eru í efsta sæti deildarinnar eftir undanriðla og fara áfram í milliriðla á morgun.
Föstudag kl. 15:00 Quake, Div III, 15 stig
Föstudag kl. 15:40 P.I.M.P., Div I, 97 stig
Föstudag kl. 16:30 Menace, Div III, 98 stig
Föstudag kl. 17:30 Impact UK, Div III, 96 stig
Samtals 405 stig fyrir daginn.
Laugardag kl. 09:00 AFewGoodMen, Div II, 9 stig
Laugardag kl. 09:50 Swarm, Div III, 96 stig
Laugardag kl. 10:50 Delta, Div III, 96 stig
Laugardag kl. 11:40 Jaguars XS, Div III, 99 stig
Samtals 396 stig fyrir daginn.
ALLS 802 stig í undanriðlum