Nú er ég að reyna a setja upp Ubuntu 8.04 sem ég niðurhalaði í gærkvöldi. Ég er með einn harðann disk, skiptur í 2 búta, einn NTFS og einn ext3. Ég keyri upp diskinn en þegar ég kem í 4 / 7, eða þar sem ég á að velja root disk þá er ekkert til að velja, og eini valmöguleikinn er exit installer.
Ég prufaði að gera ext3 að unallocated og sjá hvort ég geti formatað hann í installernum en það gekk ekki. Þegar ég opna GParted þá loadar hann í 3 mínútur og finnur engin device. Ég er ekki með neinn utanaðlyggjandi harðandisk, bara þennan eina flotta Western Digital disk.
Þetta er núna þriðja skiptið sem ég reyni að setja upp Linux og allt gengur á afturfótunum, nú á annari tölvu en áður. Síðast loadaðist geisladiskurinn bara ekki, núna sér hann ekki harðadiskinn. Hvað er til ráða?
Bætt við 7. ágúst 2008 - 01:03
Vandamálið er enþá að hrjá mig. Ég er búinn að prufa bæði i386 og amd64 og sama vandamál kemur upp, þó svo ég eigi auðvitað að nota i386. (Inter Core 2 CPU 6600 @ 2.4GHz)
Endilega komið með uppástungur, ef ykkur dettur eitthvað í hug.