Sammkvæmt minni reynslu af tölvukaupum án Windows þá eru flest öll ef ekki öll fyrirtæki til í að sleppa að láta þig fá Windows með henni en mörg eiga þó í vandræðum með að lækka verðið um þá upphæð sem það kostar (OEM).

Fyrirtækin fá Windows OEM ódýrara ef þeir kaupa það fyrir allar tölvur. Ef Microsoft fréttir af því að þeir selja tilbúnar vélar án Windows hækkar þetta verð. Þess vegna geta þeir ekki lækkað verð tölvunar því þeir verða að geta sannað fyrir Microsoft að þú hafir keypt Windows sammt sem áður. ( Þú borgar fyrir það en færð ekki )

Þetta kallast Microsoft Skattur.

Eina undantekninginn sem ég veit um er Hugver enda var farið heim til kaupenda Hugvers fyrir nokkrum árum til að athuga hvað væri á tölvunum sem þeir voru að selja. Ef þeir voru með Windows var skuldinni skellt á Hugver fyrir að selja ólöglegar útgáfur.