Já ég er að selja Xbox tölvuna mína vegna peningaskorts. Er að setja saman nýja PC tölvu núna og því miður hef ég bara ekki efni á að halda báðum.
Tölvan er keypt í sumar í MAX (ábyrgðarskírteini fylgir) og er í fullkomnu ástandi fyrir utan það að upprunalega hvíta faceplateið skemmdist (löng saga…) og því er tölvan í staðinn með mikklu svalara blátt faceplate :P
Tölvan kostaði 45 þúsund þegar ég keypti hana. Um er að ræða premium gerðina með 20GB hörðum diski.
Með fylgir: Auka stýripinni (svartur) fylgir með ásamt play-and-charge kitti (aðeins eitt hleðslubatterí), VGA snúra til þess að tengja tölvuna við tölvuskjá eða sjónvarp með VGA tengi, Advanced Scart kapall sem gefur betri mynd en gulu, rauðu og hvítu RCA tengin á gömlu sjónvörpunum.
Eftirfarandi leikir eru einnig til sölu:
The Orange Box
Halo 3
Bioshock
Darkness
Gears of War
Crackdown
Just Cause
Hitman: Blood Money
Á harðadisknum eru nokkur demó sem kaupandi getur ákveðið hvort hann heldur eða ekki
Allir leikirnir eru eins og nýir fyrir utan Halo 3 en mér tókst að sulla sítrónutei yfir bæklinginn (hann lyktar þó allavega vel :Þ)
Þetta er mjög gott eintak af tölvunni, hefur aldrei frosið og ég hef bara ekki lent í neinum vandræðum með það.
Nýr mundi svona pakki kosta hátt í 80 þúsund krónur, endilega skjótið bara á mig tilboðum í þetta. Vill náttúrlega helst selja þetta allt saman en ef kaupandi óskar eftir því að sleppa einhverjum leikjum úr þá er það kanski möguleiki.
Er staddur í vesturbæ kópavogs, hægt er að hafa samband við mig hér eða á matti21@gmail.com