Blu-ray notar alveg sömu þjöppunaraðferðir og HD DVD. Það voru aðeins fyrstu Blu-ray diskarnir sem notuðu MPEG-2.
- Þetta er einfaldlega rangt. Blu-Ray
leyfir sömu codeca en fram að þessum degi hafa örfáar myndir notast við hann. Blu-Ray hefur bætt sig að þessu leyti - en meirihluti mynda er á MPEG-2.
Heimild (flettu í gegnum rýnina - codecar eru teknir fram):
http://bluray.highdefdigest.com/reviews.htmlBlu-ray diskur er 75GB ef hann er þrílagskiptur
- Það breytir því ekki að HD DVD er almennt stærri diskur. Blu-Ray hefur eingöngu möguleikann á að vera stærri - en því fylgir að hann verður mun dýrari (í dag er tveggja laga HD DVD á sambærilegu verði og eins lags Blu-Ray)
Í vikunni milli jóla og nýárs fór sala á Blu-ray framúr HD DVD um 20% og sala á DVDEmpire.com sýnir að Blu-ray hefur 12% forustu yfir.
- Hvaðan þú hefur þessar tölur veit ég ekki. Svo er DVDEmpire ekki nægilega stór verslun til að gefa góða mynd af kauphegðun almennt. Amazon er það hinsvegar. Nýjustu tölur á Amazon sýna að HD DVD er með töluvert forskot - skoðaðu að neðan.
Heimild:
http://www.eproductwars.com/dvd/Í Japan hefur Blu-ray 96% markaðshlutdeild.
- Hvaðan færðu það? Skv. Google leitarniðurstöðum er HD DVD nánast helmingi vinsælla leitarorð en Blu-Ray í Japan.
Heimild:
http://www.google.com/trends?q=Blu-ray%2C+HD+DVD&ctab=0&geo=JP&date=all&
http://www.google.com/trends?q=Blu-ray%2C+HD%20DVDBlu-ray er bæði fyrir tölvuleiki og kvikmyndir á meðan HD DVD er einungis fyrir kvikmyndir.
- Ég veit ekki hvernig þú færð að það séu einhver rök fyrir sigri Blu-Ray. Blu-Ray er eingöngu miðill tölvuleikja því Sony framleiðir/á bæði. Ef Toshiba væru að framleiða leikjatölvu myndi hún keyra HD DVD. Þar að auki er ekki eins og HD DVD geti ekki geymt tölvuleiki en í framtíðinni gæti HD DVD verið miðill PC tölvuleikja.
Svo að lokum vill ég segja að það lítur allt út fyrir að þú látir Sony áróðursmaskínuna blekkja þig. Einu heimildirnar sem ég fann fyrir þvi sem þú segir (með sölu í Japan o.fl) var á HD bloggsíðu!… og sú bloggsíða rökstyður ekki á neinn hátt og tel ég mig vita hvað er á bakvið bloggfærsluna.
Á CES 2007 gaf Sony út statement, byggt á mjög vafasömum tölum, um að Blu-Ray hefði nú þegar unnið. Ég held að fyrrnefnd bloggsíða hafi gleypt við þessu. Ekki alveg hlutlausar upplýsingar eins og þær sem ég nefni.
Svo vill ég benda á að á AVFORUMS.com - einu helsta græjuspjalli vefsins, er könnun sem hefur þessa stöðu:
- I already have a Blu-ray player - 1.69%
- I already have an HD DVD player - 6.95%
- I’ll buy a Blu-ray player soon - 1.44%
- I’ll buy an HD DVD player soon - 8.38%
Mjög athyglisvert - sérstaklega í ljósi þess að einn framleiðandi er með HD DVD spilara en ca. fimm framleiðendur með Blu-Ray spilara.
Við getum ekki öll verið sammála - en mér sýnist að hinn almenni neytandi hafi sagt sitt!