Stórt stríð er hafið hvað varðar næstu kynslóð mynddiska, en fyrir þá sem ekki vita þá eru tvö snið sem eru að berjast um að ná yfirhendinni í HD (High Definition) veröldinni sem er að nálgast okkur. Um er að ræða Blu-ray og HD-DVD. Blu-ray er tækni frá Sony sem býður uppá mun stærri gagnageymslu en HD-DVD diskar, en meira er hægt að lesa um þessi snið með því að fletta þeim upp á Google.

Eins og staðan er í dag þá hefur Sony bannað notkun klámefnis á Blu-ray diska og neyðist því klámiðnaðurinn að snúa til HD-DVD tæknarinnar, sem virtist ekki vera fyrsti kostur þess. Flestir vita kannski að klámiðnaðurinn gerði VHS að sigurvegara þegar VHS vs Beta stríðið átti sér stað í gamla daga.

Sony virðist vera að skjóta sjálft sig í fótinn og með þessu áframhaldi verður PS3 varla eins vinsæl og búist var við, sérstaklega þegar hún mun ekki spila það snið sem verður líklega vinsælast; HD-DVD.

www.sgknox.com

Tekið af http://maclantic.com

Hvað finnst ykkur um þetta?
Sjálfur held ég að klámiðnaðurinn hafi ekki jafn mikil áhrifa á þetta og Beta vs. VHS þar sem internetið var ekki komið.