Sendi bréf til Ormsson þar sem ég spurði þá út í hvort vélarnar kæmu alveg örugglega
ekki á réttum tíma og kl. hvað þær yrðu seldar. Ég ætla að setja svarið hér fyrir neðan en það er nokkuð áhugavert :
Sæll Ívar,
Við vitum að við fáum vélarnar tímanlega fyrir sölu 8. des. Magnið sem við fáum
í upphafi hefur ekki fengist staðfest (og verður sennilega ekki staðfest nema
með mjög skömmum fyrirvara). Við fáum hinsvegar fleiri sendingar fyrir
hátíðarnar. Ég get því miður ekki gefið upp nákvæmt magn en fullvissa þig um að
við pöntuðum feykinóg. Heldur get ég ekki staðfest nákvæmlega hvenær og hvernig
salan hefst þann áttunda, en get sagt að horfið hefur verið frá
miðnæturopnuninni.
Vonandi duga þessi svör í bili. Þó get ég bætt því við að fáum sýningareintök
og sýningarstanda um miðjan nóvember. Miðað er við 15. nóv, en það gæti
hliðrast lítillega. Þá er um að gera að kíkja í heimsókn og prófa gripinn :).
Bestu kveðjur,
Jón Eðvald
Sýningareintök og sýningarstandar um miðjan nóv? Ég held ég viti hvar ég haldi mig í nóvember.