Það er án efa einn besti íþrótta leikur sem ég hef spilað.
Byrjum á grafíkinni sem að er geðveik og fólkið og bílarinir eru miklu raunverulegri og bílarnir litu út eins og pappakassar í fyrri leikjunum en þessi er bara góð.
Möguleikarnir í þessum leik eru margir maður getur verið á bretti og BMX sem er eiginlega mikið skemmtilegra. Í þessum leik er ekki tími heldur líkist hann frekar GTA þar sem að maður ráfar um borgina og þegar maður fer í mission er oftast tími en ef að maður fær failed þá heldur maður bara áfram á sama stað. En fyrir þá sem fýla berst gömlu leikina þá er einnig hægt að fara í classic mode þar sem að maður á að safna stöfum og gera nokkur mission og þar er tími. Svo er einnig hægt að gera park og búa til skateara sem að var hægt í fyrri leikjunum og svo getur maður farið í to player.
Söguþráðurinn er bara helvíti góður. Maður er einhver ungur ræfill sem gengur illa í skóla og svo fer hann til LA til að byrja upp á nýtt og að reyna að verða professional skater. Þegar maður kemur til LA þarf maður aðeins að æfa sig og svo hittiru fullt af fólki og svo ferðu í nýjar borgir og á endanum ferðu með því að búa til skatepark með því að safna hlutum úr hinum ýmsu borgum en ég veit ekki hvernig hann endar aþví að bróðir minn lét tankrem á hann.
Og stjórnuninn er bara upp á sitt besta eins og í fyrri leikjunum.
Svo er í leiknum tónlist með hinum ýmsu listamönnum. Sem dæmi má nefna: Green day og eitthvað pönk kjaftæði.